fimmtudagur 30.06.2022

Sjö sumartrend fyrir heimilið

Sumarið er loksins komið og með því nokkur straumar og stefnur í innanhúshönnun sem gæti verið gaman að tileinka sér heima fyrir. Hér verður farið yfir sjö áhugaverðustu trendin að okkar mati.

Fallega blár

Indigo og grænblár eru tveir vinsælustu litirnir innanhús þetta sumarið, en það þarf þó ekki að segja staðar numið þar. Að leika sér með mismunandi tóna af bláu í einu rými býr til ákveðinn frískleika og skerpu. Af hverju að halda sig við einn bláan lit þegar þú getur fengið þá alla? 

Minimalísk hönnun

Það getur verið djarft að mála allt í hvítu en á sama tíma veitir það rýminu ákveðin einfaldan og róandi brag. Þetta er tíska sem hefur varað lengi og mun halda áfram að þola tímans tönn. Þó svo að þú veljir þér að mála allt hvítt þýðir það ekki endilega að það sé óspennandi. Hvítir veggir, gólf eða innréttingar geta gefið bjarta og glaðlega tilfinningu vegna þess hvernig það endurkastar ljósi um allt herbergið. Þetta getur verið sérstaklega gagnlegt á litlum svæðum í húsinu því endurkastið lætur rýmið virka stærra.

Djarfir og bjartir litir á litlum svæðum

Minimalískur stíll þýðir ekki endilega að allt sé hvítt, jafnvel þó að hvít rými tröllríði öllu hjá innanhúshönnuðum á samfélagsmiðlum. Það sem sést minna af er ,,litríkur minimalismi” Og já litir og minimalískur stíll virka vel saman. ,,Bjartir pastellitir” eru mjög vinsælir sem og að notast við skæra liti hér og þar í litlu magni. Andstæðan í einföldu rými með einum björtum, skærum lit, til dæmis húsgagni eða innréttingu gerir hlutinn enn einstakari og rýminu sterkan svip. 

Boho er mætt aftur

Eins og allir góðir stílar sem rata aftur inn í hjörtu fólks, er boho aftur komið í tísku. Nútíma boho einkennist af leðurhúsgögnum, plöntum, vintage mottum, viðarstólum, borðum og björtum og hlýjum litum. Boho kemur með hina fullkomnu sumarstemningu inn á heimilið hvort sem er í litlu eða miklu magni. 

Daufir og hlutlausir litir

Öfugt við litauppbrotin og hvít rými eru hlutlausir og daufir tónar einnig að aukast aftur. Hlutlausir tónar gera það auðvelt að breyta stílnum heima fyrir eftir skapi, straumum og stefnum. Þú getur samræmt hvaða lit sem er með hlutlausum tónum og það mun koma vel út. Þú getur líka gert rýmið algjörlega hlutlaust og innréttingin verður samt ótrúleg. 

Ef litir heilla þig en þú vilt ekki bæta varanlegum eða björtum litum inn í rýmið þitt þá eru daufir litir frábær lausn fyrir þig. Daufir litir eru hlutlausir því þeir hafa ekki tilhneigingu til að skera sig úr hvítu, svörtu og gráu tónunum sem umlykja þá. Það gerir þá þó ekki síður fallegri.

Náttúruleg element

Ef þú ert ekki með grænar fingur er sumarið fullkominn tími til þess að prófa sig áfram. Að koma náttúrunni inn á heimilið með plöntum er t.d. ein leið. Allar plöntur krefjast einhvers konar umönnunar en það eru þó nokkrar plöntur sem krefjast minna umstangs og athygli, eins og til dæmis loftplöntur. Plöntur, óhindrað útsýni út um glugga og jafnvel gerviplöntur eru einfaldar leiðir til þess hleypa náttúrunni  inn á  heimilið  þitt. 

Eðal málmar

Fer gull einhvern tímann úr tísku? Stundum er því ofaukið en stundum getur smá gull gefið mikinn svip. Gull málmar og brons hefur verið vinsælt síðustu misserin og er enn. Gaman er að bæta við smávegis af gulli eða bronsi hér og þar í klassískum stíl. Speglar, ljósabúnaður, handföng, hnappar og jafnvel skrautmunir úr gulli og bronsi eru fullkomnir fylgihlutir í hvaða rými sem er. 


Aðrar færslur