föstudagur 16.06.2023

Ásdís Ósk fagnar 20 ára starfsafmæli

Ásdís Ósk Valsdóttir eigandi Húsaskjóls hóf störf á RE/MAX Mjódd 16. Júní 2003 og fagnar því 20 ára starfsafmæli í ár.

Fasteignamarkaðurinn hefur tekið gífurlegum breytingum á þessum tveimur áratugum og Ásdís Ósk hefur fylgt þeirri þróun vel eftir.

Síðustu 3 árin hefur hún gjörbreytt fasteignasölunni Húsaskjól úr hefðbundinni fasteignasölu með stóra starfsstöð í græna fasteignasölu í skýinu þar sem aðaláherslan er lögð á framúrskarandi þjónustu, hátt tæknistig og mikinn sýnileika á samfélagsmiðlum.

Ásdís Ósk er menntaður kerfisfræðingur og hefur hannað öll kerfin sjálf og er svo með frábæran forritara sér við hlið. 

Húsaskjól samanstendur af samheldnu teymi sem vinnur vel saman og bakkar hvort annað upp. Við leggjum áherslu á að nota fagfólk í öll verkefni og úthýsum öllum verkefnum sem hægt er, s.s. fagljósmyndara, stílista, samfélagsmiðla, forritara og samningagerð. Við leggjum ríka áherslu á fjölskylduvænan vinnutíma og að starfsmenn Húsaskjóls séu duglegir að hlaða batterýin og því mikilvægt að hafa samheldið teymi sem tryggir afleysingar í fríum. Samningadeildin sér um allan frágang þannig að um leið og tilboði er lokað tekur lögfræðingur skjaladeildar við verkefninu og leysir úr öllum fyrirvörum. Þannig geta sölumenn einbeitt sér að samskiptum við viðskiptavini, veitt þeim betri þjónustu og þannig stuðlað að farsælla söluferli fyrir kaupendur og seljendur. Nýjasta kerfið sem er í vinnslu hjá Ásdísi Ósk er heildstætt sölukerfi sem verður tekið í notkun á næstu mánuðum. Það mun gera það að verkum að Húsaskjól er ekki háð utanaðkomandi aðilum um framþróun í tækni og mun gera fasteignasölum Húsaskjóls kleift að auglýsa og markaðsetja eignir á ennþá skilvirkaði hátt en áður.

Það er ótrúlega gaman að elska vinnuna sína eftir 20 ár og vera í stöðugri framþróun.

Í tilefni af 20 ára starfsafmæli Ásdísar Óskar fá allir sem setja á sölu hjá Húsaskjóli fasteignasölu 20% afslátt af Gullpakka Húsaskjóls til og með 1. september 2023.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402Aðrar færslur