Afrekssjóður Húsaskjóls

Það er alltaf afrek að taka þátt í mótum og æfingabúðum og hvort sem þú ert 6 ára eða 18 ára þá er sigurinn alltaf að taka þátt og stækka þægindarammann sinn og reyna á mörkin. Við vitum líka að hvort sem þú ert á leiðinni á Skagamótið í fótbolta, Símamótið í Kópavogi, Kóramót á Ítalíu eða skátamót í Vaglaskógi þá fylgja því útgjöld.


Við hjá Húsaskjóli kynnum því með stolti Afrekssjóð Húsaskjóls.


Við veitum þrjá 50.000 styrki tvisvar á ári. Það eina sem þarf að uppfylla er að vera afkomandi viðskiptavinar Húsaskjóls og á aldrinum 6-18 ára (miðast við fæðingarár) og hafa tekið þátt í einhverju móti eða æfingabúðum síðustu 6 mánuði.


Eingöngu er veittur einn styrkur til hvers afkomanda og við drögum úr hópi umsókna tvisvar á ári, 15 september og 15. mars


Vinsamlegast athugaðu eftirfarandi

Hver umsókn gildir bara í 6 mánuði - Greitt eftir viðburð / heimkomu gegn framvísun kvittunar