Húsaskjól Suðurnes er græn fasteignasala í skýinu. Okkar fasteignasalar búa á svæðinu og þekkja það inn og út. Við erum nágrannar og hjartað okkar slær á Suðurnesjum.
Við leggjum áherslu á sýnileika og samstarf og okkar viðskiptavinir fá aðgang að Húsgátt þar sem þeir sjá allar upplýsingar um sína eign í rauntíma.
Húsaskjól Suðurnes veitir persónulegri þjónustu og hjá okkur er viðskiptavinurinn alltaf í fyrsta sæti og okkar markmið er að fara fram úr væntingum.
Við leggjum áherslu á sýnileika þinnar eignar og nýtum okkur m.s. stílista, AI lausnir, faglega myndatöku og samfélagsmiðla til að koma þinni eign á framfæri.
Við sérsníðum hvert söluferli að þörfum okkar viðskiptavinar því við vitum að þarfir eru mismunandi og okkar markmið er að mæta ykkar þörfum og vinna á ykkar forsendum.
Þar sem við búum á svæðinu erum við aldrei veðurteppt á Reykjanesbrautinni.
Við sjáum um að sýna allar eignir og eina sem seljandinn þarf að gera er að skrifa undir söluumboð og bíða eftir tilboði með bros á vör.
Á okkar snærum er mjög vel menntað fólk sem sér um að fjárfesting þín, hvort sem þú ert að kaupa eða selja, sé fagmannlega unnin. Láttu okkur sjá um málin fyrir þig.