Suðurnes

Húsaskjól Suðurnes er græn fasteignasala í skýinu. Okkar fasteignasalar búa á svæðinu og þekkja það inn og út. Við erum nágrannar og hjartað okkar slær á Suðurnesjum.

Við leggjum áherslu á sýnileika og samstarf og okkar viðskiptavinir fá aðgang að Húsgátt þar sem þeir sjá allar upplýsingar um sína eign í rauntíma.

Húsaskjól Suðurnes veitir persónulegri þjónustu og hjá okkur er viðskiptavinurinn alltaf í fyrsta sæti og okkar markmið er að fara fram úr væntingum.

Við leggjum áherslu á sýnileika þinnar eignar og nýtum okkur m.s. stílista, AI lausnir, faglega myndatöku og samfélagsmiðla til að koma þinni eign á framfæri.

Við sérsníðum hvert söluferli að þörfum okkar viðskiptavinar því við vitum að þarfir eru mismunandi og okkar markmið er að mæta ykkar þörfum og vinna á ykkar forsendum.

Þar sem við búum á svæðinu erum við aldrei veðurteppt á Reykjanesbrautinni.

Við sjáum um að sýna allar eignir og eina sem seljandinn þarf að gera er að skrifa undir söluumboð og bíða eftir tilboði með bros á vör.

HÉR ERUM VIÐ - FAGFÓLK HÚSASKJÓLS Á SUÐURNESJUM

Á okkar snærum er mjög vel menntað fólk sem sér um að fjárfesting þín, hvort sem þú ert að kaupa eða selja, sé fagmannlega unnin. Láttu okkur sjá um málin fyrir þig.

img

Ásdís Ósk Valsdóttir

Framkvæmdastjóri og löggiltur fasteignasali

Sími: 8630402
Netfang: asdis@husaskjol.is

Ásdís Ósk Valsdóttir

Ásdís Ósk stofnandi Húsaskjóls hefur starfað við fasteignasölu síðan 2003. Ásdís Ósk er menntaður kerfisfræðingur, með BA gráðu í spænsku og sagnfræði og hefur einnig tekið fjölda námskeiða í markaðsmálum og markaðssetningu á samfélagsmiðlum.


Sími: 8630402
Netfang: asdis@husaskjol.is
img

Tanja Alexandra Sigurðardóttir

Löggiltur fasteignasali

Sími: 7808199
Netfang: tanja@husaskjol.is

Tanja Alexandra Sigurðardóttir

Tanja er löggiltur fasteignasali og samhliða vinnu stundar hún nám í lögfræði. Hún talar úkraínsku og reiprennandi rússnesku.

Tanja flutti til Suðurnesja árið 2013 og hefur búið í Njarðvík síðan þá. Því þekkir hún svæðið mjög vel. Henni finnst frábært að búa þar, og finnst yndislegt að vera hluti af svona frábæru bæjarfélagi.

Markmið hennar er að veita faglega og persónulega þjónustu og vera til staðar fyrir sína viðskiptavini og þá sérstaklega að fræða fyrstu kaupendur og seljendur um það hvernig fasteignaviðskipti virka og hvað sé gott að hafa í huga.

Tanja hefur sjálf farið í gegnum ferlið sem fyrsti kaupandi og þekkir það því mjög vel.

Ef þú ert í fasteignahugleiðingum, ekki hika við að hafa samband. Tanja hjálpar þér að finna draumaheimilið þitt eða selja eignina þína á sem þægilegastan máta og er til staðar fyrir þig í gegnum allt ferlið, allt frá fyrstu skoðun til afsals. 


Sími: 7808199
Netfang: tanja@husaskjol.is
img

Bergur Daði Bjarnason

Löggiltur fasteignasali

Sími: 8599952
Netfang: bergur@husaskjol.is

Bergur Daði Bjarnason

Bergur Daði er löggiltur fasteignasali og stundar nám í lögfræði samhliða vinnu þar sem hann er að klára sitt annað ár. Hann er einnig lokið námi við rafvirkjun. Bergur er fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ og hefur búið þar allt sitt líf. Honum þykir vænt um bæinn sinn og er mjög ánægður að búa þar.

Markmið Bergs er að veita faglega, góða og persónulega þjónustu og aðstoð. Bergur hefur mikinn áhuga á viðskiptum, fasteignum og samskiptum og vill að viðskiptavinir líði sem best og komi sem ánægðastir úr þeim.

Ef þú ert í hugleiðingum við kaup eða sölu á fasteignum endilega hafa samband. Bergur mun gera sitt besta til að hjálpa öllum aðilum við viðskiptin. 

Bergur hefur bæði keypt og selt eignin fasteign og er því öllum hnútum kunnugur með kaup- og söluferli fasteigna.


Sími: 8599952
Netfang: bergur@husaskjol.is
img

Dominika Madajczak

Aðstoðarmaður fasteignasala og löggiltur þýðandi / Asystent agenta nieruchomości / Tłumacz przysięgły

Sími: 8488454
Netfang: dominika@husaskjol.is

Dominika Madajczak

Dominika Anna Madajczak er með M.A. próf í þýðingafræðum við Háskóla Íslands og er löggiltur þýðandi úr íslensku yfir á pólsku og er í nami til löggildingar fasteigna- og skipasala. Hún hefur unnið í Húsaskjól í 10 ár og aðstoðað við sölu á fjölda íbúða og sinnt samfélagsmiðlum á pólsku.

Dominika hefur búið á Suðurnesjum frá því hún flutti til Íslands fyrir tæpum 19 árum. Á þessum tíma hefur hún lokið námi og unnið í Reykjavík í mörg ár, en hana hefur aldrei langað til að flytja frá Suðurnesjum. Henni finnst frábært að búa þar og eftir öll þessi ár líður henni eins og hún sé hluti af einni stórri fjölskyldu. Suðurnes bjóða upp á mörg tækifæri, og frábæra fólkið sem býr þar er einn af stærstu kostunum.

Absolwentka studiów magisterskich na kierunku translatoryka Uniwersytetu Islandzkiego. Tłumacz przysięgły języka islandzkiego.

Dominika jest doświadczonym pracownikiem Húsaskjól. Od 10 lat aktywnie uczestniczy w procesie sprzedaży mieszkań. Jej umiejętności w zakresie marketingu oraz znajomość rynku nieruchomości przyczyniły się do sukcesu wielu transakcji. Ponadto, Dominika prowadzi media społecznościowe agencji w języku polskim, skutecznie docierając do polskojęzycznych klientów i promując ofertę Húsaskjól.


Sími: 8488454
Netfang: dominika@husaskjol.is
img

Rúnar Júlíusson

Aðstoðarmaður fasteignasala

Sími: 8627947
Netfang: runar@husaskjol.is

Rúnar Júlíusson

Guðmundur Rúnar Júlíusson er aðstoðarmaður fasteignasala og útskrifaðist úr námi til löggildingar fasteigna- og skipasala í júní 2024. Hann stundar einnig nám í lögfræði samhliða vinnu.

Markmið Rúnars er að veita faglega og persónulega þjónustu og vera til staðar fyrir sína viðskiptavini sem hyggjast kaupa eða selja eign.

Rúnar hefur mikinn áhuga á fasteignum og hefur sjálfur fjárfest í eign sem þarfnast vinnslu og gert að fallegu heimili. 

Rúnar er fæddur og uppalinn í Reykjanesbæ en á nú heima í Suðurnesjabæ. Ef þú ert í hugleiðingum um kaup eða sölu á fasteignum, þá tekur Rúnar vel á móti þér og leiðir þig heim að næsta heimili


Sími: 8627947
Netfang: runar@husaskjol.is
img

Kristín María Gunnarsdóttir

Löggiltur fasteignasali

Sími: 6596075
Netfang: kristin@husaskjol.is

Kristín María Gunnarsdóttir

Kristín María Gunnarsdóttir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur fasteignasali. Kristín María hefur víðtæka reynslu á sviði eignaréttar, einkum varðandi jarðir og fasteignaréttindi utan þéttbýlis. Kristín María mun sinna sölu á bújörðum, landskikum og öðrum fasteignum utan þéttbýlis auk sölu á íbúðahúsnæði. Heyrðu í Kristínu og hún verður með þér alla leið.

Kristín er fædd og uppalin í Keflavík og þekkir svæðið því mjög vel. Þrátt fyrir að hún búi um þessar mundir í Reykjavík er Keflavík þar sem hjartað slær og henni er annt um hag bæjarbúa og samfélagsins í Reykjanesbæ.

Kristín María hóf störf hjá Húsaskjóli fasteignasölu árið 2023.


Sími: 6596075
Netfang: kristin@husaskjol.is
img

Ásthildur Ósk Karlsdóttir

Löggiltur fasteignasali

Sími: 8644935
Netfang: asthildur@husaskjol.is

Ásthildur Ósk Karlsdóttir

Ásthildur Ósk Karlsdóttir er löggiltur fasteignasali, fædd og uppalin í Reykjanesbæ og býr í Suðurnesjabæ með manninum sínum og börnum. Áhugamál hennar eru að ferðast, bæði innanlands og erlendis, og að vera með fjölskyldu sinni.

Ásthildur hefur frá því að hún kaupir sína fyrstu eign haft mikinn áhuga á fasteignamarkaðinum. Í gegnum hennar eigin reynslu, af bæði sölu og kaupum á fasteignum, hefur hún sett sér þau markmið að veita bæði persónulega þjónustu og að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná hámarksárangi í sínum viðskiptum.

 

Ásthildur Ósk hefur búið víða á Suðurnesjum og er því sérfræðingur okkar á því svæði.

 

Heyrðu í Ásthildi og hún verður þér við hlið í gegnum allt söluferlið.


Sími: 8644935
Netfang: asthildur@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala

Ábyrgðaraðili: Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali
VSK nr.: 103978
Kennitala: 5401042470 Húsaskjól fasteignasala ehf.