Umboð

Umboð

Hér er eyðublað sem fylla þarf inn ef þú ert að kaupa í umboði kaupanda eða selja í umboði eiganda:

Til hvers eru umboð?

Fasteignaviðskipti geta ekki farið fram nema að allir aðilar sem kaupa/selja skrifi undir, og ef einn er ekki viðstaddur, þá verður skriflegt umboð að vera til staðar fyrir þann sem skrifar undir fyrir hans/hennar hönd, annað er ekki löglegt. Það er ótrúlega algengt að fólk í fasteignahugleiðingum rekist á réttu eignina þegar makinn er að heiman, t.d. í vinnuferð erlendis.  Það er því mikilvægt að vera með umboð frá maka til að geta skrifað undir t.d. tilboð fyrir hans hönd.  Einnig eru margir fluttir annað og eiga erfitt með að mæta í kaupsamninga og afsöl og því þægilegt að gefa aðila sem maður treystir umboð sitt til að ganga frá samningum fyrir sína hönd. Það er hins vegar mjög mikilvægt að velja sér aðila sem maður treystir því að umboðsmaður hefur í raun sömu lagalegu réttindi og völd og kaupandinn og/eða seljandinn. Umboðinu verður þinglýst með öðrum skjölum fasteignaviðskiptanna en lög kveða á um að slíkt sé gert.