Um okkur

Yfir 20 ára reynsla

Okkar markmið

Ánægja okkar viðskiptavina er lykilatriði í okkar augum. Við viljum því veita okkar viðskiptavinum sömu þjónustu og við myndum sjálf vilja fá. Okkar markmið er að vera fyrsta val þegar kemur að því að selja fasteign og að okkar viðskiptavinum líði vel með að mæla með okkur við aðra.

ÞJÓNUSTA HÚSASKJÓLS FASTEIGNASÖLU

Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og veitum fagmannlegar ráðleggingar. Segjum líka það sem enginn þorir að segja, í því felst besta ráðgjöfin. Heyrðu í okkur eða komdu til okkar, við tökum vel á móti þér.

  • Við komum eigninni þinni fagmannlega á sölu
  • Bjóðum mismunandi sölupakka, með mismunandi þjónustustigi
  • Bjóðum einnig upp á fulla þjónustu, hentar vel þeim sem gera kröfur
  • Opin hús og virkur kaupendalisti áhugasamra kaupenda
  • Vil seljum ekki bara fasteignir, við finnum þér nýtt heimili
img

Okkar gildi

Áræðni

Við göngum til verka af áræðni og fagmennsku, með heiðarleika að leiðarljósi. Brettum upp ermar fyrir viðskiptavini okkar

Ástríða

Við höfum mikla ástríðu fyrir okkar starfi, fylgjumst vel með og erum alltaf fremst meðal jafningja til handa okkar viðskiptavinum

Ábyrgð

Við sinnum okkar viðskiptavinum af mikilli festu og ábyrgð, vöndum vel til verka og klárum málin fyrir viðskiptavini okkar

HÉR ERUM VIÐ - FAGFÓLK HÚSASKJÓLS

Á okkar snærum er mjög vel menntað fólk sem sér um að fjárfesting þín, hvort sem þú ert að kaupa eða selja, sé fagmannlega unnin. Láttu okkur sjá um málin fyrir þig.

img

Ásdís Ósk Valsdóttir

Framkvæmdastjóri og löggiltur fasteignasali

Sími: 8630402
Netfang: asdis@husaskjol.is

Ásdís Ósk Valsdóttir

Ásdís Ósk stofnandi Húsaskjóls hefur starfað við fasteignasölu síðan 2003. Ásdís Ósk er menntaður kerfisfræðingur, með BA gráðu í spænsku og sagnfræði og hefur einnig tekið fjölda námskeiða í markaðsmálum og markaðssetningu á samfélagsmiðlum.img

Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir

Lögfræðingur og löggiltur fasteignasali

Sími: 8957784
Netfang: asdisrosa@husaskjol.is

Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir

Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir er menntaður lögfræðingur frá HÍ og löggiltur fasteignasali. Ásdís Rósa hefur starfað við fasteignasölu frá 2012 og hefur sérhæft sig í fasteigna- og leigurétti.img

Böðvar Reynisson

Löggiltur fasteignasali

Sími: 7668484
Netfang: bodvar@husaskjol.is

Böðvar Reynisson

Böðvar Reynisson er löggiltur fasteignasali. Hann hóf störf 2008 á fasteignasölu. Böðvar hefur víðtæka reynslu í fasteignaviðskiptum, og starfaði m.a. um tíma eingöngu við sölu og útleigu á atvinnuhúsnæðum en síðustu ár hefur hann að mestu sérhæft sig í sölu á íbúðarhúsnæði og skjalagerð.img

Jóhanna Kristín Gústavsdóttir

Löggiltur fasteignasali

Sími: 6989470
Netfang: johanna@husaskjol.is

Jóhanna Kristín Gústavsdóttir

Jóhanna Kristín Gústavsdóttir er löggiltur fasteignasali og með BA gráðu í atvinnulífsfélagsfræði frá Háskóla Ísland, Jóhanna hefur starfað við fasteignasölu frá 2010 og hefur því víðtæka reynslu á sölu fasteigna. img

Guðbrandur Kristinn Jónasson

Löggiltur fasteignasali

Sími: 8963328
Netfang: gudbrandur@husaskjol.is
  • |

Guðbrandur Kristinn Jónasson

Guðbrandur býr að langri og fjölbreyttri starfsreynslu úr öguðu starfsumhverfi. Hann lauk diploma-námi í Viðskipta- og rekstrarfræðum og Mannauðsstjórnun frá EHÍ samhliða starfi hjá RB og löggildingu fasteignasala 2017. Guðbrandur hefur starfað við fasteignasölu síðan 2015img

Pétur Ísfeld Jónsson

Löggiltur fasteignasali

Sími: 8625270
Netfang: petur@husaskjol.is
  • |
  • |

Pétur Ísfeld Jónsson

Pétur Ísfeld Jónsson er löggiltur fasteignasali, hann er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hótel rekstrarfræðingur frá IHTTI í Sviss. 

Pétur Ísfeld hefur starfað við sölustjórnun í áratugi og hefur mikla reynslu af þjónustu og ráðgjafastörfum, m.a. hjá Skýrr, ISNIC, Deloitte og Reglu. Markmið Péturs er alltaf að ná hámarksárangri fyrir sína viðskiptavini.

Pétur Ísfeld leiðir atvinnuhúsadeild Húsakjóls ásamt því að sjá um sölu íbúðarhúsnæðis. Pétur þekkir rekstur vel og mun veita ráðgjöf bæði fyrir kaup og sölu atvinnuhúsnæðis.

Aðalsmerki Péturs er góð eftirfylgni og mikil upplýsingagjöf þannig að viðskiptavinurinn þarf ekki að eyða tíma sínum í að bíða eftir upplýsingum heldur hefur Pétur frumkvæði að því að veita þær.

Pétur hóf störf hjá Húsaskjóli fasteignasölu árið 2023.img

Kristín María Gunnarsdóttir

Aðstoðarmaður löggilts fasteignasala

Sími: 6596075
Netfang: kristin@husaskjol.is

Kristín María Gunnarsdóttir

Kristín María Gunnarsdóttir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og aðstoðarmaður fasteignasala í löggildingarnámi. Hún mun útskrifast úr námi vorið 2024. Kristín María hefur starfað í stjórnsýslunni í 17 ár. Á þeim tíma hefur hún öðlast víðtæka reynslu á sviði eignaréttar, einkum varðandi jarðir og fasteignaréttindi utan þéttbýlis. Kristín María mun stýra nýstofnaðri jarðasöludeild Húsaskjóls ásamt því að sjá um sölu íbúðarhúsnæðis. Jarðasöludeild Húsaskjóls mun m.s. sinna sölu á bújörðum, landskikum og öðrum fasteignum utan þéttbýlis. Kristín María er sérfræðingur í landamörkum og nýtingarrétti. Hún mun veita ráðgjöf bæði fyrir kaup og sölu. Sérstaða Húsaskjóls er gífurlega vandað kynningarefni. Boðið er upp á fagmyndatöku, drónamyndir og nákvæmar og vandaðar eignalýsingar sem og ítarlegar upplýsingar um staðhætti. Viltu fara aðra leið í sölu á eignum utan þéttbýlis. Heyrðu í Kristínu og hún verður með þér alla leið.

Kristín María hóf störf hjá Húsaskjóli fasteignasölu árið 2023.img

Sveinbjörn Rosén Guðlaugsson

Lögfræðingur, eignaskiptayfirlýsandi og löggildur fasteigna- og skipasali

Sími: 8480783
Netfang: sveinbjorn@husaskjol.is
  • |

Sveinbjörn Rosén Guðlaugsson

Sveinbjörn er menntaður lögfræðingur frá HÍ, löggildur fasteignasali og eignaskiptayfirlýsandi. Sveinbjörn hefur starfað við fasteignasölu frá 2016 og hefur sérhæft sig m.a. í fasteigna-, samninga og fjármunarétti. Hann starfaði áður hjá Sýslumanninum og á lögmannsstofu.img

Dominika Madajczak

Pólskur túlkur / Tłumacz języka islandzkiego

Sími: n a
Netfang: dominika@husaskjol.is
  • |

Dominika Madajczak

Dominika Anna Madajczak er með M.A. próf í þýðingafræðum við Háskóla Íslands og er löggiltur þýðandi úr íslensku yfir á pólsku.  Absolwentka studiów magisterskich na kierunku translatoryka Uniwersytetu Islandzkiego.Tłumacz przysięgły języka islandzkiego.Húsaskjól fasteignasala

Ábyrgðaraðili: Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali
VSK nr.: 103978
Kennitala: 5401042470 Húsaskjól fasteignasala ehf.