Spurt og svarað

Fyrsta skrefið er alltaf að heyra í seljanda og upplýsa hann um gallann.  Samkvæmt lögum ber að gefa seljanda tækifæri til að bæta úr gallanum kjósi hann það.  Það er því mjög mikilvægt að bæta ekki úr gallanum einhliða.
Við hjá Húsaskjóli mælum alltaf með því að fara í greiðslumat og sjá hvað hægt er að kaupa dýra fasteign.  Ef þú átt eftir að selja þá er einnig gott að byrja á því að fá verðmat hjá fasteignasala – getur fengið það hér hjá okkur.
Já, það er nauðsynlegt að fyrir liggi yfirlýsing húsfélags og allra húsfélaganna ef fleiri en eitt húsfélag í fjölbýlishúsi. Þar þarf að tilgreina hvað innifalið er í húsfélagsgjaldi, greiðslustöðu hússjóðs, væntanlegar framkvæmdir o.fl. Húsaskjól getur látið húsfélög hafa sniðmát til að fylla út og gjaldkeri/formaður húsfélags fyllir út yfirlýsinguna og undirritar hana ásamt seljanda eignarinnar. Yfirlýsing húsfélags er afhent fasteignasala þegar gengið er frá sölusamningi. og hún svo kynnt kaupanda þegar hann gerir tilboð í viðkomandi eign. Þetta allt bera að gera samkvæmt lögum og ekki hægt að ganga frá kaupsamningi nema að slík yfirlýsing liggi fyrir.