Já, það er nauðsynlegt að fyrir liggi yfirlýsing húsfélags og allra húsfélaganna ef fleiri en eitt húsfélag í fjölbýlishúsi. Þar þarf að tilgreina hvað innifalið er í húsfélagsgjaldi, greiðslustöðu hússjóðs, væntanlegar framkvæmdir o.fl. Húsaskjól getur látið húsfélög hafa sniðmát til að fylla út og gjaldkeri/formaður húsfélags fyllir út yfirlýsinguna og undirritar hana ásamt seljanda eignarinnar. Yfirlýsing húsfélags er afhent fasteignasala þegar gengið er frá sölusamningi. og hún svo kynnt kaupanda þegar hann gerir tilboð í viðkomandi eign. Þetta allt bera að gera samkvæmt lögum og ekki hægt að ganga frá kaupsamningi nema að slík yfirlýsing liggi fyrir.