Atvinna

Við hjá Húsaskjóli viljum að fasteignasalar einbeiti sér að því sem þeir eru bestir í að taka inn eignir og selja þær. Þeir eiga að hafa nægan tíma til að þjónusta hverja eign óaðfinnanlega og hafa tíma fyrir einkalíf. Við brennum auðveldlega út ef við erum alltaf í vinnunni. Þess vegna fáum við færustu sérfræðinga til að aðstoða okkur við allt hitt.

Stílisti

Húsaskjól er með samning við stílista sem allir fasteignasalar geta nýtt sér. Stílistinn aðstoðar seljendur við að undirbúa eignina fyrir myndatöku og sýningar. Fasteignasali greiðir fyrir stílista.

Fagljósmyndari

Húsaskjól notar alltaf fagljósmyndara. Fasteignasali greiðir fyrir fagljósmyndara.

Markaðsfyrirtæki

Húsaskjól er með samning við markaðsfyrirtæki sem sér um allar eignaauglýsingar fyrir fasteignasala. Þær gera allar eignaauglýsingar og sjá um að setja þær í viðeigandi herferðir fasteignasölum að kostnaðarlausu.

Samfélagsmiðlar

Húsaskjól hefur byggt upp öfluga samfélagsmiðla í gegnum tíðina. Við notum YouTube, LinkedIn, Instagram, Facebook og Google Business. Allt efni frá fasteignasölum er sett inn á þessa miðla þeim að kostnaðarlausu. Einnig geta fasteignasalar fengið allt efni til að setja á sína miðla kjósi þeir það. Húsaskjól fasteignasala er með fleiri umsagnir á Google Business en allar aðrar fasteignasölur á landinu.

Rafrænar undirritanir

Húsaskjól var fyrsta fasteignasalan sem notaði rafrænar undirritanir. Allir fasteignasalar Húsaskjóls fá aðgang að rafrænum undirritunum sér að kostnaðarlausu og hægt er að láta undirrita öll skjöl sem þarf fyrir tilboðsgerð eða inntöku eigna.

Eignamyndbönd

Fasteignasalar Húsaskjóls geta sent út Facebook Live eignamyndbönd á Facebooksíðu Húsaskjóls sér að kostnaðarlausu og fengið þannig meiri athygli fyrir sínar eignir.

Mínar síður

Heildar upplýsingakerfi sem Ásdís Ósk eigandi Húsaskjóls hefur þróað. Aðgangurinn er öllum fasteignasölum Húsaskjóls að kostnaðarlausu.

Bókunarkerfi fyrir opin hús

Fasteignasalinn stillir upp tíma fyrir opið hús í gegnum Mínar síður. Kaupendur bóka síðan tíma með rafrænum skilríkjum og sækja upplýsingabækling fyrir eignina sjálfir. Fasteignasalinn fær email í hvert skipti sem tími er bókaður og vistar hann niður sem fundarbókun. Kerfið sendir síðan tilkynningu í hvert skipti þegar 2 pláss eru laus þannig að fasteignasalinn geti á einfaldan hátt bætt við tímum. Eftir opna húsið sendir fasteignasalinn skilaboð á alla sem komu í gegnum kerfið og velur úr fyrirfram skrifuðum emailum hvaða póst á að senda. Þannig getur hann fylgt eftir opnu húsi á 3 mínútum óháð fjölda sem mætti. Hann getur einnig skrifað athugasemd við hvern kaupanda sem seljandi fær sent til sín og er þannig upplýstur um alla kaupendur sem skoðuðu. Þetta minnkar áreiti á fasteignasala til muna og gestalistar í opnum húsum heyra sögunni til.

Upplýsingasíða fyrir seljendur

Seljendur fylgjast með á sínum síðum hversu margir eru bókaðir í hvert opið hús og fá síðan athugasemdir frá kaupendum inn á sínar síður. Þeir fá emailtilkynningu um athugasemdir og geta svarað þeim annað hvort í kerfinu eða með því að svara email.

Kaupóskakerfi

Allir sem eru í fasteignahugleiðingum geta skráð inn kaupóskina sína og fasteignasalar geta sent þeim ábendingu í gegnum mínar síður á einfaldan hátt. Einnig geta fasteignasalar boðið upp á forskoðun séu margir sem passa við ákveðna eign.

Kaupendaþjónusta fyrir seljendur

Nýtt kerfi þar sem seljendur geta haldið utan um allar þær eignir sem þeir hafa áhuga á að skoða. Þeir geta gefið tengdum aðilum aðgang að kerfinu sem og sínum fasteignasala. Það er hægt að vista niður skjöl fyrir eignirnar, þeir geta gefið þeim einkunn og skrifað athugasemdir við eignir. Þetta einfaldar lífið til muna fyrir fasteignasala sem er að aðstoða seljendur við að kaupa. Einnig geta kaupendur keypt þessa þjónustu séu þeir ekki að selja hjá Húsaskjóli í gegnum Gullpakkann.

Samningadeild

Um leið og tilboði hefur verið lokað þá tekur samningadeildin við og leysir úr öllum fyrirvörum og bókar í samning í gegnum Mínar síður. Fasteignasali fær tilkynningu þegar bókað hefur verið í samning og getur því fylgst með ferlinu. Einnig setur samningadeildin inn upplýsingar í gegnum mínar síður þegar þörf krefur.

Ágreiningur og gallamál

Komi upp ágreiningur hjá kaupanda og seljanda eftir að tilboði hefur verið lokað þá tekur lögfræðingur Húsaskjóls þann ágreining. Lögfræðingurinn boðar á fund sé þess þörf. Nái lögfræðingurinn ekki að leysa málið er málinu vísað til óháðs sáttamiðlara sem Húsaskjól greiðir.

Þjónustusíða fasteignasala

Allir fasteignasalar Húsaskjóls fá úthlutaða þjónustusíðu þar sem þeir geta sett inn upplýsingar, þeir eignir birtast, þær umsagnir sem þeir hafa fengið og seljendur geta bókað verðmat hjá þeim.

Heimasíða Húsaskjóls

Heimasíða Húsaskjóls er með mikinn fróðleik og fær mikla umferð frá áhugasömu fólki um fasteignamarkaðinn.

Greiningadeild Húsaskjóls

Húsaskjól er eina fasteignasalan á landinu sem hefur hagfræðing í vinnu sem sendir frá sér mánaðarlegar greiningar um fasteignamarkaðinn.

Reikna Verð

Forrit á heimasíðu Húsaskjóls þar sem seljendur geta á einfaldan hátt áætlað söluverð sinnar eignar í dag.

Teymisvinna

Fasteignasalar Húsaskjóls vinna saman og hafa faglegan stuðning hver af öðrum. Verðmöt eru alltaf unnin af amk. 3 fasteignasölum. Verðmöt eru unnin á zoomfundum.

Afleysingar

Þó að við þurfum að fara reglulega í frí fara eignirnar okkar ekki í frí og fasteignasalar Húsaskjóls leysa hvern annan af samkvæmt nánara samkomulagi. Við eigum að geta farið í frí án þess að taka vinnuna með okkur.

Vinnutími og aðstaða

Það er engin viðveruskylda hjá Húsaskjóli og engin kvöð eða skylda. Fasteignasalar hafa sveigjanlegan vinnutíma því við erum eins ólík og við erum mörg. Við erum með skrifstofu í Ármúlanum en flest okkar kjósa að vinna heima.

Sölulaun

Fasteignasalar Húsaskjóls fá 80% af sölulaun og greiða 60.000 kr. plús vsk samningsgjald af hverri seldri eign.

Grafískur hönnuður

Sé eignin tóm teiknar grafískur hönnuður inn húsgögn þannig að eignin njóti sín betur á fasteignamiðlum og samfélagsmiðlum. Einnig getur hann tekið út húsgögn eða bætt við eftir því sem við á. Fasteignasali greiðir fyrir grafískan hönnuð.

Hafðu samband

Ef þú hefur áhuga á að bætast í teymið okkar, sendu okkur línu fyrir frekari upplýsingar á asdis@husaskjol.is. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.