Löggiltur fasteignasali
Kristín María Gunnarsdóttir er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur fasteignasali. Kristín María hefur víðtæka reynslu á sviði eignaréttar, einkum varðandi jarðir og fasteignaréttindi utan þéttbýlis. Kristín María mun sinna sölu á bújörðum, landskikum og öðrum fasteignum utan þéttbýlis auk sölu á íbúðahúsnæði. Heyrðu í Kristínu og hún verður með þér alla leið.
Kristín er fædd og uppalin í Keflavík og þekkir svæðið því mjög vel. Þrátt fyrir að hún búi um þessar mundir í Reykjavík er Keflavík þar sem hjartað slær og henni er annt um hag bæjarbúa og samfélagsins í Reykjanesbæ.
Kristín María hóf störf hjá Húsaskjóli fasteignasölu árið 2023.