fimmtudagur 08.02.2024

Af hverju er fasteignamat ekki rétt kaupverð?

Eftir gífurlegar hækkanir á fasteignamati síðustu ára þá erum við farin að sjá æ oftar að eignir seljast undir fasteignamati og oft töluvert undir. Hins vegar sjáum við líka fullt af dæmum þar sem fasteignir seljast á fasteignamati og langt yfir fasteignamati.

Hvernig stendur á því? Jú, fasteignamat er skattstofn og ekkert annað. Fasteignamat er notað til að reikna út fasteignagjöldin þín og ekkert annað. Það er mikilvægt að hafa í huga að fasteignamat næsta árs er reiknað út í febrúar og birt 31. maí hvers árs. Þannig að fasteignamat fyrir árið 2025 verður reiknað út í næsta mánuði og birt svo 3 mánuðum síðar. Það segir sig sjálft að mjög margt getur breyst á þessum tíma. Í Covid þá rauk fasteignaverð upp og flestar eignir seldust langt yfir fasteignamati. 

Fasteignamat miðar við eignir sem hafa selst á ákveðnu tímabili á ákveðnum svæði. Ef fáar eignir seljast á þessu tímabili þá eru það fáar eignir sem standa að baki þessum upplýsingum. Einnig getur það verið að flestar eignirnar hafi verið mjög mikið endurnýjaðar og þá speglar það líka fasteignamatið. Verðmat fasteigna er hins vegar reiknað út miðað við núið. Þá er skoðað hvað síðustu eignir voru að seljast á í þessu hverfi, ekki fyrir 10 mánuðum heldur síðustu 2-3 mánuði. Við skoðum líka hvaða eignir eru til sölu og hvernig verðlagning er á þeim.

Hjá Húsaskjóli fasteignasölu notum við 8 punkta verðmat. Við skoðum eignina, tökum niður lýsingu og myndir, við skoðum nýlega seldar eignir, eignir til sölu, við skoðum fasteignamat, TwoBirds, Lasershark, framreiknum kaupverð umræddar fasteignar og beitum jafningarýni til að verðmeta eignina. Vinnan við hvert verðmat er ca 3 tímar sem segir sig sjálft að það er  töluvert nákvæmari en útreikningur á fasteignamati fyrir 10 mánuðum síðan.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402Aðrar færslur