Í lögum um sölu fasteigna og skipa nr. 70 frá 2015 kemur skýrt fram í 9 gr. Að fasteignasali skal gera skriflegan samning við alla sem óska eftir þjónustu hans, hvort sem er um að ræða kaupanda eða seljanda. Við gerð samnings skal fasteignasali framkvæma áreiðanleikakönnun á báðum aðilum til að uppfylla skilyrði laga um peningaþvætti og hryðjuverk. Fasteignasali ber persónulega ábyrgð á öllum skjölum þannig að ef ég læt þig fá lánaskjölin og þú ferð ekki með þau í þinglýsingu þá ber ég persónulega ábyrgð á því tjóni sem seljandinn verður fyrir. Tryggingarfélagið bætir mér ekki tjónið þar sem það mun líta á þetta sem vítavert gáleysi á opinberum sýslunarmanni og ég þarf því að greiða þetta tjón sjálf
Þegar ný lán koma á eign þá þarf að gera ráðstafnir til að koma þeim á 1. veðrétt og stundum þarf að vera í samskiptum við fleiri en eina lánastofnun. Það þarf að gera skilyrt veðleyfi og ráðstafnir til að aflétta áhvílandi lánum og ef þetta er eignakeðja þá þurfa oft 5-7 fasteignasalar að vinna saman að málinu í samráði við jafnvel 10-15 lánastofnanir til að allt gangi snuðrulaust fyrir sig. Engin lánastofnun myndi afhenda kaupanda lánaskjölin og treysta því að hann græji þetta án vandræða.
Síðast en ekki síst þá er aðgangur að starfsábyrgðartryggingu innifalinn í umsýslugjaldinu. Ef fasteignasali gerir mistök í starfi þá er hægt að ganga í trygginguna hans.
Núna eru rafrænar þinglýsingar að líta dagsins ljós og þá er ekki lengur þörf á því að skjótast með skjölin í þinglýsingu heldur þarf fasteignasali að sjá sjálfur um að þinglýsa skjölunum rafrænt. Það er því ekki lengur í höndum kaupanda að gera þessa vinnu.
Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
Deila á Facebook Deila á LinkedIn