Það er algeng mýta að allir fasteignasalar séu eins og allir vinni eins. Það er langur vegur frá því þar sem við erum eins ólík og við erum mörg rétt, eins og málarar, læknar og bifvélavirkar þá höfum við mismunandi skoðanir og mismunandi reynslu. Það er því gífurlega mikilvægt að vanda valið þegar kemur að fasteignasala þar sem sala á fasteign getur verið stressandi sérstaklega þegar eignir eru lengur að seljast.
Ég myndi því alltaf byrja á því að skoða hvaða þarfir þú sem seljandi er með. Hvernig viltu láta kynna eignina þína? Hvernig samskipti viltu eiga við þinn fasteignasala? Viltu fá mikla þjónustu eða dugar lágmarksþjónusta? Viltu sýna sjálfur eða viltu láta sýna eignina þegar þú ert að heiman? Viltu opin hús og hversu oft viltu opin hús? Viltu fá kaupenda aðstoð frá þínum fasteignasala? Hvernig ljósmyndir viltu, viltu fá videó? Hvernig auglýsingar viltu? Viltu samfélagsmiðla auglýsingar?
Þegar þú veist hvað þú vilt þá er tilvalið að skoða nokkra fasteignasala. Fara á heimasíðurnar þeirra, skoða umsagnir fyrrverandi viðskiptavina. Skoða hvernig þeir kynna eignirnar. Fáðu tilvísanir frá vinum sem eru nýlegar búnir að selja. Spáðu líka í hvernig fasteignasali vinnur eftirfylgni. Þegar þú mætir í opið hús heyrir fasteignasalinn í þér? Veitir hann þér ráðgjöf, svarar hann spurningum? Að eiga gott samstarf við sinn fasteignasala eykur líkurnar til muna að söluferlið verði ánægjulegt og þú náir öllum þínum markmiðum. Þess vegna segi ég alltaf gerðu smá forrannsókn áður en þú skrifar undir söluumboð og vertu viss um að þessi fasteignasali henti þér.
Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.iseða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
asdis@husaskjol.is - Sími: 863 0402