fimmtudagur 26.10.2023

Hvernig losna ég við áreiti frá fasteignasölum?

Stundum þegar ég er með opið hús þá kemur fyrir að kaupandi neitar að gefa upp upplýsingar s.s. nafn, síma og email. Kaupandinn er að koma heim til fólks og það er lykilatriði að fasteignasalinn viti deili á þeim sem koma. Skýringin sem ég fæ alltaf er að þau séu bara að byrja að kynna sér markaðinn og vilji ekki gefa upp neinar upplýsingar til að verða ekki fyrir endalausu áreiti af hendi fasteignasalans.

Fyrsta spurningin sem fasteignasalinn fær alltaf frá seljenda eftir opið hús.  Hvað mættu margir og hvernig leist þeim á? Fasteignasalinn veit auðvitað alltaf hversu margir mættu en til að vita hvernig þeim leist á þá þarf hann að fara í eftirfylgni. Ég vinn þetta yfirleitt þannig að ég hringi í þá sem mættu og ef þeir svara ekki þá sendi ég tölvupóst, set svo inn reminder eftir 2 daga að fylgja eftir ef ég hef ekki heyrt í viðkomandi. Stundum svarar fólk aldrei og því fær það ítrekaðar tilraunir frá mér í eftirfylgni því seljandinn er jú að bíða eftir svari.

Þarna er eitt skothelt ráð. Eftir opna húsið þá gætir þú sent póst á fasteignasalann og sagt. Takk fyrir að sýna mér í dag. Eignin hentar því miður ekki þar sem stofan er of lítið. Ég verð í bandi ef ég vil skoða þetta frekar.

Svona tryggir þú að fasteignasalinn heyri ekki meira í þér og seljandinn veit að viðkomandi fannst stofan of lítil.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402



Aðrar færslur