föstudagur 21.04.2023

Stelur ríkið vaxtabótunum þínum?

Ég var að yfirfara skattframtalið mitt í mars s.l. þegar ég tók eftir mjög stórri villu. Þetta var skattframtalið mitt fyrir árið 2022 og meira og minna öll gildin voru útfyllt sjálfkrafa og því engin leið að leiðrétta eða breyta þeim.

Á skattframtalinu 2022 var búið að fylla út

Launin mín fyrir árið 2022

Skuldirnar mínar fyrir árið 2022 og 

FASTEIGNAMAT HÚSSINS MÍNS FYRIR ÁRIÐ 2023. 

Eina ástæðan fyrir því að ég tók eftir þessu var vegna þess að fasteignamatið hækkaði svo mikið milli ára að ég ákvað að flétta upp hvort að fasteignamatið 2022 hefði virkilega verið svona hátt. Ég ákvað að kanna þetta betur og heyrði bæði í skattinum og fasteignamatinu. Fasteignamat skal gert 31. maí hvert ár og tekur gildi 31.desember ár hvert. Samt stendur á fasteignamatsyfirlitinu “Fyrirhugað fasteignamat 2023: X krónur”. Það stendur ekkert um að það taki gildi 31.12.22. Á heimasíðu skattsins má finna mjög ítarlegar upplýsingar um vaxtabætur. Þar kemur m.a. fram að réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign hjá einhleypum verður 12.000.000 og 19.200.000 hjá pari.

Ég ákvað að kanna þetta betur og ansi margir sem ég heyrði í hefðu átt að fá jafnvel hundruði þúsunda í vaxtabætur ef miðað væri við tekjumörkin en hækkunin á fasteignamatinu núllaði hinsvegar út allar vaxtabætur. Þessi hækkun á fasteignamati er í raun bara hækkun á pappír og hækkar jú fasteignaskattinn þinn en hvorki skuldir þínar né laun hafa breyst. Ég man alveg þegar ég þurfti á vaxtabótum að halda og gerði ráð fyrir þeim í heimilisbókhaldinu.

Ég spyr því er eðlilegt á skattframtali fyrir árið 2022 að miða við laun og skuldir á árinu 2022 en taka fasteignamat næsta árs þó að það taki gildi 31.12.2022. Hvað finnst þér?

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402



Aðrar færslur