Breyting á lánaumhverfi
Á nokkrum mánuðum hefur fjármögnunarumhverfi kaupenda gjörbreyst. Fyrir hálfu ári var það gífurleg undanteking að kaupendur náðu ekki fjármögnun, núna eru allt að 50% kaupenda að lenda í vandræðum með fjármögnum.
Það eru nokkur atriði sem valda því:
Þetta þýðir einfaldlega að kaupandi getur verið í góðri trú með sitt greiðslumat. Hann er búinn að forkanna sína greiðslugetu á heimasíðu fjármálastofnunar. Það vantar inn 35% skerðingarhlutfall SÍ og einnig að þó að þú standist 40 ára verðtryggt lán þá miðar greiðslumatið við greiðslubyrði á 20 ára verðtryggðu láni.
Það getur því verið ansi snúið að átta sig á því hvað þú mátt kaupa dýra eign. Það er mjög svekkjandi að eyða tíma í að skoða fasteignir, gera tilboð og fá samþykkt bara til að fá neitun um fjármögnun. Eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta er að byrja á því að panta ráðgjöf hjá sinni fjármálastofnun og fá að vita hvað þú mátt kaupa dýra eign og hvernig lánamöguleikar standa til boða. Þú getur nefnilega staðist greiðslumat án þess að fá að taka þá lánasamsetningu sem þú vilt. Þannig að ef þú vilt vera viss um að geta keypt draumaeignina þá þarftu að vera kominn með staðfest greiðslumat áður en þú byrjar ferlið. Þannig verður kaupferlið áreynslulaust og þægilegt og þú kemur í veg fyrir tímasóun og leiðindi bæði fyrir þig og seljandann.
Húsaskjól er leiðandi í stafrænum lausnum og okkar markmið er að gera fasteignaviðskipti skilvirk og þægileg fyrir alla aðila, seljendur, kaupendur og fasteignasala.
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402