fimmtudagur 19.01.2023

Hver ræður verðlagningu fasteigna?

Ég fæ oft spurninguna getur þú skotið á verðið á minni eign. Þrátt fyrir 20 ára reynslu í fasteignasölu þá get ég ekki skotið á verð á eigninni þinni. Ég lét hins vegar skrifa forritið ReiknaVerð og þar getur þú séð hversu mikið eignin þín hefur hækkað miðað við vísitölu íbúðaverðs síðan þú keyptir hana.

Það er vandmeðfarið að verðleggja fasteign. Við hjá Húsaskjóli notum margar breytur. Við skoðum hvað eignin þín seldist á, hvað sambærilegar eignir seldust á, hvað er verið að verðleggja sambærilegar eignir á fasteignavefjunum og skoðum ýmsa vefi sem birta áætlað söluverð eigna.

Núna er kominn nýr valkostur á fasteignamarkaði þar sem seljendur geta selt sjálfir fasteignina og verðlagt eignina eins og þeim sýnist. Það er alltaf spennandi að fá nýja valkosti og nýjar þjónustuleiðir. Margir eru samt stressaðir að kaupa beint af seljanda. Þegar þú kaupir í gegnum löggiltan fasteignasala þá ber honum að gæta hagsmuna kaupanda og seljanda til jafns. Ein skylda er að vera með vandað verðmat þannig að seljandinn sé að fá markaðsvirði en kaupandinn sé ekki að borga óeðlilega hátt verð fyrir eignina og ef aðstæður hans breytast á stuttum tíma að hann sé ekki að selja með miklum afföllum. Kaupendur í dag hafa sem betur fer mikið aðgengi að upplýsingum um eldri sölur og hægt er að skoða alla þinglýsta kaupsamninga á verdsaga.is og framreikna á einfaldan hátt hvers virði þessi eign væri í dag ef hún væri seld í dag. Kaupendur eiga alltaf að geta fengið rökstuðning frá sínum fasteignasala hvers vegna þetta verð er sett á eignina. Við hjá Húsaskjóli höfum verið með kaupendaþjónstu fyrir okkar seljendur í mörg ár og ég skrifaði kerfið HomePin fyrir okkar viðskiptavini. Vegna mikilla fyrirspurna um að geta nýtt sér kaupendaþjónustuna ef þú ert ekki að selja hjá okkur höfum við ákveðið að bjóða öllum sem eru að kaupa fasteignir upp á að nýta sér hana. Hún er ókeypis fyrir okkar seljendur í Gullpakkanum.

Á 2 árum hefur Húsaskjól farið úr því að vera hefðbundin fasteignasala í það að vera græn fasteignasala í skýinu og okkar markmið er að vera leiðandi í starfrænni þjónustu á fasteignamarkaði með góðar lausnir sem auðvelda öllum í fasteignaviðskiptum að taka upplýstar ákvarðanir.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402Aðrar færslur