fimmtudagur 26.01.2023

Bókunarkerfi fyrir opin hús

Eitt fyrsta kerfið sem Húsaskjól setti í loftið var bókunarkerfi fyrir opin hús. Þegar ég byrjaði að vinna við fasteignasölu fyrir 20 árum þá voru opin hús auglýst í klukkutíma. Ferlið var eftirfarandi:

Við eyddum gífurlegum tíma í að setja upp sölubæklinga sem voru prentaðir í lit, plastaðir og gormaðir. Opin hús voru auglýst í klukkutíma, seljandinn eyddi heilum degi í að taka til og gera húsið fínt og yfirgaf svo heimilið með fjölskyldunni og svo vonuðum við að einhver myndi mæta. Þetta var bara tíðarandinn og fólki fannst ekkert tiltökumál þó að það gleymdi einhverjum bókunum s.s. í klippingu og jafnvel út að borða.

Núna er þetta gjörbreytt. Það dettur fáum í hug að mæta í klippingu óbókaður og flestir staðir taka skrópgjald ef viðskiptavinurinn gleymir að mæta. Við erum löngu hætt að prenta út ítarlega bækling og notum rafræna bæklinga sem fólk getur sótt sjálft enda gífurleg umhverfissóun sem fylgir því að prenta út mikið af bæklingum sem fara síðan beint í ruslið.

Dýrmætasta auðlindin okkar er samt alltaf tíminn. Þegar Covid byrjaði þá þurftum við að takmarka fjölda viðskiptavina í opnum húsum. Ég hannaði því sjálfvirkt bókunarkerfi þar sem kaupandinn getur bókað sjálfur tíma í opna húsið og sótt rafræna bæklinginn. Ef eitthvað breytist varðandi opna húsið t.d. þarf að fella það niður vegna veikinda þá getum við sent  öllum sem eru bókaðir skilaboð þannig að þeir spara sér fýluferð í opna húsið sem féll niður. Það er mikið rask fyrir seljendur að undirbúa opið hús, sérstaklega þegar þeir eru með lítil börn og núna er það einfaldlega þannig að ef enginn er bókaður í opna húsið þá fellur það sjálfkrafa niður. Það er gífurlegur kolefnissparnaður fólginn í þessu að seljandi þurfi ekki að keyra í burtu og heim aftur og fasteignasalinn að keyra í opna húsið og aftur upp á skrifstofu þegar enginn mætir í opna húsið. 

Húsaskjól er leiðandi í stafrænum lausnum og okkar markmið er að gera fasteignaviðskipti skilvirk og þægileg fyrir alla aðila, seljendur, kaupendur og fasteignasala.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402



Aðrar færslur