fimmtudagur 23.03.2023

Hvað er kaupendamarkaður?

Fasteignamarkaður sveiflast á milli þess að vera seljandamarkaður og kaupendamarkaður. Helstu einkenni kaupendamarkaðs eru að: 

  1. Fasteignamarkaðurinn er í jafnvægi
  2. Það er stöðugt framboð af fasteignum og eftir því sem líður á kaupendamarkaðinn þá eykst framboð fasteigna og kaupendur geta þá valið á milli margra sambærilegra eigna.
  3. Sölutími fasteigna lengist eftir því sem framboð eigna eykst og kaupendur geta oft boðið undir ásettu verði.
  4. Kaupendamarkaður einkennist af jafnvægi og öryggi
  5. Kaupendur hafa mun betri tíma til að finna sér eign og geta skoðað eign aftur og sofið á tilboðsgerð. Þeir geta sett inn fyrirvara s.s. um ástandskoðun.
  6. Kaupverð fasteigna stendur í stað og oft fer það lækkandi
  7. Fyrirsagnir fjölmiðla einkennast af neikvæðni: Frost á fasteignamarkaði. Sölutími fasteigna lengist. Ekki færri kaupsamningar í 3 ár (þarna er gott að hafa í huga að mögulega var seljanda markaður síðustu 3 árin og því mjög eðlilegt að það séu færri kaupsamningar núna).
  8. Kaupendamarkaður er yfirleitt mun lengri en seljandamarkaður.
  9. Orðið kreppa er oft notuð um kaupendamarkað

Ef þú ert að kaupa og selja á kaupendamarkaði þá er mikilvægt að hafa í huga að það gilda sömu aðstæður hvort sem þú ert kaupandi eða seljandi. Þannig að ef þú selur á undirverði þá eru góðar líkur á því að þú kaupir líka á undirverði.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402



Aðrar færslur