fimmtudagur 29.12.2022

Greiningardeild Húsaskjóls fasteignasölu

Í rúm 2 ár hefur Húsaskjól fasteignasala starfrækt greiningardeild og er eina fasteignasalan á landinu sem heldur úti sjálfstætt starfandi greiningardeild. 

Fyrir rúmum 2 árum fékk ég senda skýrslu frá ungum hagfræðingi Halldóri Kára Sigurðssyni. Mér fannst hún svo fagleg og vel unnin að ég fékk hann til að sjá um mánaðarlegar greiningarskýrslur um fasteignamarkaðinn.

Skýrslurnar eru svo vel unnar og faglegar að margir vísa í þær, s.s. fjölmiðlar og bankar. Skýrslurnar eru á mannamáli en ekki fullar af flóknum tækniorðum og gefa frábæra yfirsýn yfir markaðinn. Halldór Kári hefur sýnt aftur og aftur að hann les mjög vel í markaðinn og skýrslurnar eru gífurlega tímasparandi þar sem þú getur fengið mjög góða yfirsýn yfir stöðuna á fasteignamarkaði með því að lesa þær. 

Halldór Kári er algjörlega sjálfstæður í sínum störfum og við sjáum ekki skýrsluna fyrr en hún kemur út og það kemur fyrir að kollegum finnst neikvæður tónn í þeim en það er engum greiði gerður að ritstýra skýrslunum. 

Ef þú vilt fá nýjustu greiningarskýrsluna þá eru þær allar inn á heimasíðunni okkar www.husaskjol.is en einnig getur þú skráð þig á póstlistann okkar og fengið hana beint í inboxið þitt eða kíkt á samfélagsmiðlana okkar regulega.

Við hjá Húsaskjóli teljum það vera okkar samfélagslegu ábyrgð að miðla öllum þeim upplýsingum sem við megum áfram til kaupenda og seljanda til að gera fasteignaviðskipti skiljanlegri og gegnsærri og auðvelda öllum í fasteignaviðskiptum að taka upplýstar ákvarðanir. Við viljum taka giskið út úr fasteignaviðskiptum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402Aðrar færslur