Nýjasta afurð Húsaskjóls er Verðsaga. Verðsaga er einföld leitarvél þar sem allir geta leitað í þinglýstum kaupsamningum frá 2006. Það er hægt að leita eftir póstnúmerum, svæðum, stærð, byggingarári og dagsetningu á sölu eignar. Með einu músaklikki er síðan hægt að framreikna verðið á eigninni og sjá hvers virði hún væri í dag miðað við verðbreytingar sem hafa átt sér stað. Fyrir talnanördana er síðan hægt að setja leitarniðurstöður í excel og skoða þetta enn betur.
Verðsaga varð til þegar ég þurfti að finna ákveðnar upplýsingar og það tók mig hálfan daginn. Ég var í 4 klukkutíma að leita í excelskjali frá Þjóðskrá og gögnin voru ekki auðlesin þar sem þau eru mjög hrá. Til að spara mér tíma þá lét ég skrifa þessa leitarvél þannig að ég þyrfti ekki aftur að eyða hálfum vinnudegi í að skoða hrágögn. Ég velti því fyrir mér hvar ég ætti að birta Verðsaga og niðurstaðan var að gera öllum kleift að nota hana án kostnaðar.
Við hjá Húsaskjóli teljum það vera okkar samfélagslegu ábyrgð að miðla öllum þeim upplýsingum sem við megum áfram til kaupenda og seljanda til að gera fasteignaviðskipti skiljanlegri og gegnsærri og auðvelda öllum í fasteignaviðskiptum að taka upplýstar fjárhagslegar ákvarðanir. Við viljum taka giskið út úr fasteignaviðskiptum.
Okkar markmið er að verða leiðandi í stafrænni þjónustu á fasteignamarkaði og Verðsaga er bara fyrsta skrefið af mörgum sem verða kynnt á næstum mánuðum.
Hvað eru eignir í þínu hverfi að seljast á? Kíktu inn á www.verdsaga.is
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402