fimmtudagur 17.11.2022

Er betra að selja fyrir jólin eða bíða framyfir áramótin?

Á hverju ári fáum við spurningar frá fólki í fasteignahugleiðingum hvort að það sé ekki betra að bíða með að setja eignina í sölu þar til eftir áramót og margir sem eru komnir með sína eign á sölu vilja hvíla hana yfir hátíðarnar og jafnvel bíða fram á vor með að setja sína aftur eign á skrá.

Ef þú ert í þessum hugleiðingum þá eru hérna nokkur atriði hvers vegna við mælum með því að selja núna frekar en að bíða fram á næsta ár.

  1. Fólk sem er að skoða fasteignir á aðventunni eru yfirleitt mjög ákveðnir kaupendur
  2. Það eru færri eignir á skrá þannig að þín eign hefur minni samkeppni
  3. Íslendingar sem búa erlendis nýta oft tímann í jólafrí til að kaupa eign
  4. Fjárfestar þurfa oft að fjárfesta fyrir áramót
  5. Eignir skarta yfirleitt sínu besta um hátíðarnar

Þannig að hvers vegna að bíða með að setja sína eign á sölu þar til það eru komnar fleiri eignir til að keppa við þína eign. Þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur af því að öll aðventan verði undirlögð í daglegum sýningum. Það eru færri kaupendur á ferli þá eru þeir yfirleitt ákveðnari og tilbúnir að kaupa því ef þú pælir í því hversu margir nenna að nota aðventuna í að skoða fasteignir af því að þeim leiðist og þeir hafa ekkert að gera.

Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér 2023 með vexti og verðlag fasteigna, eina sem við vitum er hver staðan á markaði er í dag.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402Aðrar færslur