fimmtudagur 22.12.2022

HomePin - kaupendaþjónustukerfi

HomePin er kaupendaþjónustukerfið okkar. Húsaskjól hefur alltaf verið leiðandi í kaupendaþjónustu og allir okkar seljendur sem eru í Gullpakkanum fá hana sér að kostnaðarlausu. Við leiðbeinum um kaupverð, greiðsluskilmála og hvernig er best að stilla upp tilboðinu til að tryggja draumaeignina. Einnig hvaða fyrirvara þarf að hafa í huga. Þetta hefur hins vegar verið ansi mikil vinna að halda utan um öll samskiptin þar sem sami kaupandi hefur margar leiðir til að senda okkur upplýsingar um eignir, við höfum verið að fá email, snöpp, skilaboð á Instagram, LinkedIn, Facebook, sms og símtöl. 

Ég vildi því finna vettvang til að halda utan um öll samskipti á einum stað. Hugmyndin af HomePin kom til mín þegar ég fór að nota Pinterest og sá hvað er frábært að geta haldið utan um allar mínar hugmyndir á einum stað. Núna geta okkar viðskiptavinir látið HomePin leita í öllum eignum til sölu að draumaeigninni sinni. Þeir geta vistað niður þær eignir sem koma til greina, gefið þeim stjörnur, skrifað inn athugasemdir, vistað niður skjöl og gefið bæði tengdum aðilum og sínum fasteignasala hjá Húsaskjól aðgang að sínu svæði á HomePin þannig að núna höfum við fullkomna yfirsýn yfir allar kaupóskir okkar viðskiptavina og þurfum ekki lengur að leita á mörgum stöðum að þeirra skilaboðum.

Það geta allir nýtt sér HomePin sér að kostnaðarlausu til að halda utan um sína eignaleit. Allir seljendur í Gullpakka Húsaskjóls fá þessa þjónustu sér að kostnaðarlausu en einnig er hægt að kaupa hana ef þú ert ekki að selja hjá okkur.

Á 2 árum hefur Húsaskjól farið úr því að vera hefðbundin fasteignasala í það að vera græn fasteignasala í skýinu og okkar markmið er að vera leiðandi í stafrænni þjónustu á fasteignamarkaði með góðar ókeypis lausnir sem auðvelda öllum í fasteignaviðskiptum að taka upplýstar fjárhagslegar ákvarðanir.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402Aðrar færslur