Við erum búin að horfa á gífurlega miklar breytingar á fasteignamarkaði á stuttum tíma og það er því ágætt að skoða aðeins hvað er að gerast. Það er byrjað að hægja á markaði og eignir þurfa stundum lengri tíma til að seljast. Ef við setjum okkur í spor seljanda værir þú spenntur að taka við tilboði frá kaupanda sem er á byrjunarreit. Kaupanda sem er ekki búinn að fara í greiðslumat, kaupanda sem á eftir að selja, kaupanda sem veit ekki hvers virði hans eign er og þarf töluverðan tíma til að setja sína eign á sölu ef hann fær kauptilboðið samþykkt. Kaupanda sem er ekki kominn með verðmat á sína eign og fer jafnvel inn á alltof háu verði til að testa markaðinn. Á sama tíma ert þú seljandinn bundinn af samþykktu tilboði í 30 daga.
Hvað er þá til ráða?
Það er lykilatriði að vera tilbúin ef þú ert ákveðin í að skipta um húsnæði. Það þýðir einfaldlega ekki lengur að fara af stað þegar rétta eignin er fundin. Við tókum því saman nokkur atriði hvernig þú getur tryggt þér draumaeignina.
Forsölumeðferð: Ef þú vilt finna fyrst en átt eftir að selja eign þá er lykilatriði að hafa hana tilbúna í sölu. Það þýðir að það er búið að taka myndir, gera söluyfirlitið og verðleggja eignina þannig að ef þú gerir tilboð með fyrirvara um sölu þá veit seljandinn og hans fasteignasali hvað verður sett á eignina og geta tekið upplýsta ákvörðun um hvort að þeim finnist raunhæft að þín eign seljist innan frestsins.
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402