Er alltaf best að eiga skuldlausa eign?
Stutta svarið er jú ef þú býrð í þinni eign þá er alltaf best að hún sé skuldlaus. Hins vegar ef þú ert í fasteignahugleiðingum og átt skuldlausa eign og vilt kaupa fyrst og selja svo þá er svarið nei.
Tökum dæmi: Þú átt hús upp á 120.000.000 og ætlar að minnka við þig og kaupa 90.000.000 eign. Allt þitt eigið fé er bundið í eigninni og þú vilt greiða eins og greiðslur berast við sölu á hennar eign. Þar sem þú ert ekki búinn að selja þá er ekki hægt að setja niður ákveðið greiðsluflæði heldur bara greiðist þetta einhvern veginn. Tilboðið verður ansi mikið loft. Það lítur út einhvern veginn svona.
Greitt við kaupsamning 5.000.000, greitt eins og greiðslur berast úr sölu á eigninni minni 85.000.000, þó aldrei síðar en 5 mánuðum eftir kaupsamning. Það er enginn seljandi að fara að taka svona tilboði. Seljandinn getur ekki keypt neina eign með svona skilmálum og þyrfti sjálfur að fara í dýra skammtímafjármögnun til að geta tryggt sér eign.
Eina leiðin til að kaupa án þess að vera búin að selja skuldlausa eign þegar þú ert að minnka við þig er að tryggja sér skammtímafjármögnun. Hún getur oft verið dýr en hún er akkúrat hugsuð til skammtíma þannig að þá væri hægt að segja t.d. Greitt við kaupsamning 5.000.000, greitt eins og greiðslur berast út minni eign 85.000.000, þó greiðast aldrei minna en 70.000.000 samhliða afhendingu. Þá ertu orðin mun sterkari kaupandi. Eins og alltaf þá gildir að vinna heimavinnuna sína þar sem vel undirbúinn kaupandi er alltaf betri kaupandi.
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402