Séreignasparnaður er líklega besta launahækkunin sem þú getur fengið. Þú getur valið að greiða 2-4% af þínum tekjum í séreignarsparnað og atvinnurekandinn greiðir 2% á móti. Þetta eru því 2% launahækkun alla þína starfsævi.Það skiptir höfuð máli að byrja sem fyrst til að nýta þessi réttindi eins vel og hægt er.
Fyrstu kaupendur geta tekið út séreignarsparnað við kaup á fyrstu fasteign og par getur hæglega átt nokkrar milljónir samanlagt í séreignarsparnaði og það munar um minna. Einnig er ennþá hægt að greiða séreignarsparnaðinn inn á húsnæðislánin sín og auka þannig eigið fé í fasteigninni.
Í raun má segja að þú sért að henda peningum út um gluggann með því að nýta þér ekki séreignarsparnað og hann getur orðið virkilega góður sjóður eftir áratugi þegar kemur að því að taka hann út þegar viðkomandi fer á eftirlaun.
Ég mæli með því að skoða bjornberg.is sem hefur miklar upplýsingar um séreignasparnað og einnig er hægt að panta lífeyrisráðgjöf hjá honum til að fá ráðleggingar hvaða sjóðir henta hverjum og einum. Að greiða mánaðarlega í séreignarsparnaðer ein mikilvægasta fjárfestingin sem við gerum fyrir efri árin og markmið allra ætti að vera að njóta efri áranna með fjárhagslegt öryggi í fyrirrúmi.
Það er einfalt að byrja, þú einfaldlega velur þér sjóð, gerir við hann samning og atvinnurekandinn dregur af þér um hver mánaðarmót. Það er yfirleitt hægt að fylgjast með sparnaðinum á Mínar síður hjá hverjum sjóði og oft er hægt að sjá vænta ávöxtum við eftirlaun.
Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
asdis@husaskjol.is - Sími: 863 0402