Þetta er mjög algeng spurning frá kaupendum, sérstaklega fyrstu kaupendum er hvort að lánin byrji að tikka við útgáfu. Það er ekki þannig.
Fyrst þarf að gefa út lánin, síðan er kaupsamningurinn haldinn, því næst fara lánin í þinglýsingu og henni lokinni fara þau til kaups í bankanum og þá fyrst byrja þau að tikka. Fyrsti gjalddagi er venjulega heilum mánuði eftir að lánin eru keypt.
Þannig að ef kaupsamningur er undirritaður 12. maí þá ætti fyrsti gjalddagi lánsins að vera 1. júlí. Stundum fá kaupendur afhent mánuði eftir fyrsta gjalddaga lánsins og þá er mikilvægt að vera meðvitaður um það.
Stundum er hægt að seinka fyrsta gjalddaga lánsins en þá verður fyrsta greiðslan auðvitað hærri.
Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
asdis@husaskjol.is - Sími: 863 0402