Það eru tvær týpur af seljendum.
Þolinmóði seljandinn: Hann setur yfirverð á eignina og er tilbúinn að bíða eins lengi og þarf eftir rétta kaupandanum sem er tilbúin að greiða verðið sem hann vill.
Ákveðni seljandinn: Hann verðleggur eignina hárrétt eða jafnvel aðeins undir til að auka líkurnar á því að það komi fleiri kaupendur og að hann fái fleiri tilboð og jafnvel yfirboð.
Hvort sem við erum á seljanda-eða kaupenda markaði þá er ákveðni seljandinn alltaf líklegastur til að selja hratt og vel og þegar upp er staðið á jafnvel hærra verði en þolinmóði seljandinn.
Því lengur sem eignin er á sölu því fleiri spurningar vakna hjá kaupendum. Þeir velta því fyrir sér hvers vegna eignin sé ekki seld og hvort að það sé eitthvað að henni.
Seljendur vilja oft ekki lækka verð á eign sem hefur verið á sölu í lengri tíma og rökin eru að kaupendur munu þá bara bjóða lægra ef þeir hafa áhuga. Kaupendur í dag hafa hins vegar meiri verðvitund en fyrir nokkrum árum þar sem það er mjög auðvelt að afla upplýsinga um sölutíma og söluverð og hafa því oft ekki áhuga á að skoða eignir sem hafa verið lengi til sölu.
Seljendur hafa alltaf lokaorðið þegar kemur að verðlagninu á sinni fasteign og það er ekkert að því að testa markaðinn en ef þú ert ákveðinn í að selja þá kemur það yfirleitt í ljós á nokkrum vikum hvort að ásetta verðið sé rétt eða of hátt og þá er auðvelt ef seljendur eru ákveðnir í að selja að gera verðbreytingu.
Ef markmiðið er hins vegar að ná ákveðnu verði þá þarf yfirleitt að gera ráð fyrir lengri tíma og ef seljandinn er ekki í neinni tímapressu t.d. ekki búinn að festa sér eign og þá getur verið gott að gera langtímaplan með sínum fasteignasala hvernig er best að haga sýningum og opnum húsum þar sem það getur verið þreytandi til lengdar að vera stöðugt að taka til.
Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402