föstudagur 31.03.2023
Hvað er seljendamarkaður?
Hvað er seljendamarkaður?
Fasteignamarkaður sveiflast á milli þess að vera seljandamarkaður og kaupendamarkaður. Helstu einkenni seljandamarkaðs eru að
- Fasteignamarkaðurinn er í ójafnvægi og fasteignir seljast mjög hratt og oftar en ekki á yfirverði
- Það er skortur á fasteignum til sölu og fleiri kaupendur eru en fasteignir til sölu. Kaupendur þurfa því að hugsa mjög hratt og oft að greiða yfirverð til að tryggja sér eign.
- Kaupendur hafa úr fáum eignum að moða og þora yfirleitt ekki að bíða eftir næstu eign sem kannski kemur til sölu
- Seljandamarkaður einkennist af stressi og óöryggi
- Kaupendur sleppa fyrirvörum s.s. ástandskoðun.
- Söluverð fasteigna hækkar oft mikið á stuttum tíma.
- Fyrirsagnir fjölmiðla einkennast af skortumræðu. Skortur á fasteignum, gífurlegar verðhækkanir á fasteignmarkaði.
- Seljendamarkaður er yfirleitt styttri en kaupendamarkaður
- Orðið góðæri er oft notað um seljandamarkað
Ef þú ert að kaupa og selja á seljandamarkaði þá er mikilvægt að hafa í huga að það gilda sömu aðstæður hvort sem þú ert kaupandi eða seljandi. Þannig að ef þú selur á yfirverði eru góðar líkur á því að þú kaupir líka á yfirverði.
Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402
Deila á Facebook
Deila á LinkedIn