Um leið og allir aðilar hafa samþykkt kauptilboð tekur við vinna að fylgja eftir fyrirvörum. Mjög mikilvægt er að ef kaupandinn er með peninga ábundnum reikningi til dæmis til 30 daga að hann biðji um að þeir séu losaðir. Hann þarf að heyra í sínum viðskiptabanka og byrja greiðslumat eða ef hann er komin með greiðslumat að fá sín lánaskjöl.
Ef hann er með fyrirvara um ástandsskoðun er gífurlega mikilvægt að panta hana strax þar sem það getur verið töluverð bið eftir að fá aðila í skoðun.
Ef hann á eftir að selja þá getur skipt höfuðmáli að hann sé búinn að setja sína eign í forsölumeðferð þar sem þá getur hans fasteignasali sett eignina beint á netið. Annars getur farið dýrmætur tími í að panta fasteignasala á staðinn í verðmat, taka myndir og útbúa öll skjöl.
Þegar allir fyrirvarar hafa verið uppfylltir og kaupandinn er komin með lánaskjölin boðar fasteignasalan til kaupsamnings. Eftir kaupsamning er farið með lánaskjölin og kaupsamninginn til þinglýsingar og eftir þinglýsingu er farið með lánaskjölin til kaups í viðkomandi fjármálastofnun.
Næsta skref er síðan að fá eignina afhenta og loka skrefið er að það er boðað í afsal og þá er kaupandinn loksins orðinn formlegur eigandi að eigninni. Fram að afsali eru kaupandi og seljandi í raun báðir skráðir eigendur og kaupandi getur t.d. ekki sett nýtt lán á eignina án leyfis frá seljanda.
Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402