Ég fæ ansi mikið af fyrirspurnum frá fólki hvort að ég geti fundið fyrir þau eign. Þegar ég keypti mína fyrstu eign 1996 þá var þetta mjög eðlileg spurning. Það voru ekki til snjallsímar og það var varla til internet. Þú þurftir að hringja í internetið í gegnum módem og þá var ekki hægt að tala í símann á meðan. Þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð þá keyrði kaupandinn á milli fasteignasala og fékk útprentuð blöð í svarthvítu til að skoða eignir.
Í dag er þetta allt annar veruleiki. Það eru komnir margir fasteignavefir sem bjóða upp á að skrá inn sína kaupósk og fá ábendingu þegar rétt eign kemur á skrá. Langflestar fasteignasölur bjóða upp á sömu þjónustu. Einnig er aðgengi upplýsinga miklu betra en það var áður. Rekjanleikinn er miklu meiri. Það er hægt að sjá hvenær eignin var seld síðast og inn á www.verdsaga.is er hægt að sjá á hvað hún seldist síðan og framreikna síðan kaupverðið miðað við markaðinn í dag.
Hins vegar er kaupendaþjónusta ennþá ný af nálinni. Lögin eru ennþá þannig að fasteignasala ber að gæta hagsmuna kaupanda og seljanda til jafns og ennþá er enginn að sérhæfa sig í kaupendaþjónustu. Ég er því sérstaklega stolt af því að kynna nýtt kerfi hjá Húsaskjóli sem heitir Kaupgátt. Þarna geta kaupendur haldið utan um allar sínar kaupóskir á einum stað. Fylgst með eigninni þó að hún seljist og einnig geta þeir pantað þjónustu fasteignasala til að halda utan um kaupferlið með þeim alla leið.
Þessi þjónusta er innifalinn í Gullpakkanum okkar fyrir okkar seljendur en einnig geta kaupendur sem eru annað hvort ekki að selja eða hafa selt hjá öðrum pantað þessa þjónustu. Ég er sannfærð að kaupendaþjónusta mun verða algengari á næstu árum enda er þetta einstærsta fjárfestingin sem flestir fara í á ævinni og margir óöruggir í þessu ferli.
Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu áasdis@husaskjol.iseða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402