fimmtudagur 26.12.2024

Er fasteignamat rétt verð?

Stutta svarið er NEI. Fasteignamat er opinbert viðmið sem er nýtt m.a. til að reikna skattana okkar. Á síðustu árum hefur það þó orðið betri vísbending um markaðsverð en það er ekki markaðsverð.

Til að fasteignamat geti orðið markaðsverð þá þarf HMS að skoða hverja einustu eign, hvert einasta ár þar sem sumar eignir eru upprunalegar á meðan aðrar eru algjörlega endurnýjaðar. Sumar eru með langan þröngan gang og 20 fermetra geymslu á meðan aðrar eru gífurlega vel skipulagðar með 50 fm. sérafnotarétt sem snýr í suður.

Fasteignamat næsta árs er reiknað út í febrúar á þessu ári og það segir sig sjálft að það er ýmislegt sem getur gerst á 10 mánuðum sem veldur því að fasteignamatið er ekki hárrétt. Það er hins vegar algeng mýta að það eigi ekki að selja undir fasteignamati eða borga nema x% yfir fasteignamati.

Málið er að því minna sem mengið er af viðmiðunareignum því minna rétt er fasteignamatið. Ef það eru færri sölur í ákveðnu hverfi og allar eignirnir eru upprunalega þá gæti fasteignamatið verið lægra en það ætti að vera, eða þær væru flestar mikið endurnýjaðar þá gæti fasteignamatið verið hærra en það ætti að vera.

Hins vegar er HMS alltaf að koma með betri greiningartól og fasteignamatið endurspeglar markaðinn æ betur en það er ekki hið heilaga gral og það verður alltaf að skoða fasteignina til að reikna útsöluverð. Það eru einfaldlega svo ótrúlega margir þættir sem skipta máli.

Þess vegna er t.d. ekki hægt að skjóta á verðið á fasteign í gegnum síma eða í samtali á Kaldabar. Það þarf alltaf að skoða fasteignina, bera saman óseldar og seldar eignir í sama hverfi. Skoða hvað hún var keypt á síðast og hvort að einhverjar endurbætur hafi átt sér stað. Við hjá Húsaskjóli notum 7 punkta verðmat til að verðmeta eignir og mikilvægasti punkturinn er jafningarýni þar sem við tökum verðmatsfund og ræðum hverja fasteign saman.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402



Aðrar færslur