Það er oft erfitt að slíta sambúð og sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Það er því eðlilegt að aðilar leiti leiða til að valda sem minnstu raski hjá börnunum. Algeng leið er að annar aðilinn kaupi hinn út og börnin geta þá búið áfram að hluta til á sínu gamla heimili.
Það eru ansi margir þættir sem þarf að skoða í þessu samhengi.
Hvað er eðlilegt að kaupa eignina á? Ef við erum á lækkandi markaði, er þá eðlilegt að kaupa á fullu markaðsvirði?
Munu allar ráðstöfunartekjurnar fara í að reka húsið?
Hvað með kostnað sem fellur til við kaupin? Er eðlilegt að skipta honum?
Hvað með viðhald sem er framundan? Er aðilinn sem kaupir í stakk búinn að sinna því eða mun verðmæti eignarinnar rýrna í kjölfarið.
Hvað með dótið? Þegar fólk skilur og selur fasteign þá þurfa báðir aðilar að tæma húsið. Þegar annar aðilinn selur þá tekur sá sem fer bara dótið sem hann vill og hinn situr eftir með húsið stútfullt af dótinu þeirra.
Er það alltaf best fyrir þann sem situr eftir að kaupa eða væri betra fyrir báða aðila að byrja upp á nýtt?
Til lengri tíma litið. Myndir þú vilja byrja nýtt líf með nýjum maka í gamla húsinu ykkar og með gamla dótinu ykkar.
Ef þetta er skammtímagjörningur til að veita börnum öryggi og skjól eftir skilnað gæti verið skynsamlegt að skoða aðrar leiðir eins og að annar aðilinn búi í eigninni í 12 mánuði og hinn leigi á meðan þar sem sá sem situr eftir gæti verið fastur í eigninni í mörg ár ef við erum á lækkandi fasteignamarkaði og lánin hækka á móti.
Í svona tilvikum mæli ég eindregið með að fá aðstoð fagaðila til að skoða allar hliðar málins og velta upp kostum og göllum við þá leið sem er farin.
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402