Þegar stórt er spurt sko. Ef við skoðum fyrirsagnir fjölmiðla þá er þetta bara vitavonlaust. Verðin eru lækkandi, miklu færri kaupsamningar og sölutími fasteigna lengist.
Það er alveg rétt að það erfiðara að selja núna en fyrir ári en það er líka mikilvægt að hafa í huga að fyrir ári síðan var fasteignamarkaðurinn í ójafnvægi. Það er ekki eðlilegt ástand að setja eign á sölu, fá 10 tilboð og selja á einum degi nokkrum milljónum yfir ásettu verði.
Það er ekki eðlilegt ástand að kaupendur geti ekki sofið á sinni stærstu fjárfestingu og þurfi að ákveða sig eftir hálftíma opið hús hvort að þeir vilji kaupa þessa eign eða ekki.
Það sem seljendur þurfa að hafa í huga er að ef þeir eru að kaupa og selja þá eru þeir að selja á lækkandi markaði og þeir eru að kaupa á lækkandi markaði.
Það er ennþá fullt af eignum að seljast hratt og vel. Það sem þessar eignir eiga sameiginlegt er að þær koma inn á hárrréttu verði og eru vel undirbúnar, fagleg myndataka og yfirleitt búið að stílisera þær fyrir myndatöku. Núna er ekki rétti tíminn til að yfirverðleggja eignir.
Mér persónulega finnst þetta bæði skemmtilegri og eðlilegri markaður. Það er hægt að vinna miklu meira með kaupendur. Það er hægt að veita þeim miklu meiri tíma og betri ráðgjöf og yfirleitt ganga báðir aðilar mun sáttari frá borði en þegar mesti hasarinn er.
Þegar hægir á markaði skiptir sköpum að hafa fagmann sér við hlið sem hefur reynslu og kunnáttu á því að ná saman tilboðum. Einhvern sem selur ekki bara íbúðina þína heldur aðstoðar þig við að finna réttu eignina, semja um kaupverð, greiðsluskilmála og passar upp á fyrirvara í kauptilboðinu þínu í draumaeignina þína.
asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402