fimmtudagur 11.05.2023

Hvernig fjármagna ég kaup á næstu eign ef ég á ekki lausafé?

Ég fæ ansi oft þessa spurningu. Hvernig get ég keypt nýja eign ef ég á ekki sparnað og allt mitt eigið fé er bundið í núverandi eign.

Það eru nokkrar leiðir:

Ef kaupandinn er að stækka við sig þá getur hann tekið nýtt lán fyrir mismuninum sem myndi t.d. koma við kaupsamning og sett svo greitt eins og greiðslur berast úr eigninni minni þó eigi síðar en einhver lokadagssetning.

Ef kaupandinn er að minnka við sig þá er mun erfiðara að setja upp svona skilmála þar sem þá yrði tilboðið í raun bara: Greitt eins og greiðslur berast úr húsinu mínu, þó eigi síðar en einhver lokadagssetning. Í þessu tilfelli getur kaupandinn tryggt sér skammtímafjármögnun en það er yfirleitt dýr fjármögnun.

Seljendur vilja yfirleitt fá örugg tilboð með þekktu greiðsluflæði. Þeir þurfa líka að vita hvernig þeir geta borgað næstu eign. Á núverandi markaði getur verið erfitt að kaupa ef kaupandinn er með megnið af sínu eigin fé fast í eigninni sinni. Þá getur verið betra að selja fyrst og kaupa svo. 

Helstu kostir eru:

Sem seljandi þá getur þú leyft þér að bíða eftir réttu tilboði og þarft ekki að taka hvaða tilboði sem er afþví að fresturinn í draumaeignina þína er að renna út.

Sem kaupandi þá ertu með þekkt greiðsluflæði og verður öruggari kostur ef fleiri en einn eru að bjóða í sömu eign og aðrir eru með fyrirvara um sölu.

Til að gulltryggja þig þá er alltaf best að vera kominn með staðfest greiðslumat frá lánastofnun ef þú þarft að fjármagna kaupin með láni.

Besta leiðin miðað við markaðinn í dag er að selja fyrst og kaupa svo. Ertu í hugleiðingum í dag? Ég mæli með því að panta skuldbindingalausa ráðgjöf frá fasteignasala og setja upp plan sem hentar þér.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402



Aðrar færslur