Gallaferli

Standist íbúð ekki væntingar kaupanda eftir að hún er afhent er fyrsta skrefið að heyra í lögfræðingi Húsaskjóls og fá ráðleggingar. Lögfræðingurinn fer yfir málið og leiðbeinir um framhaldið.

Mjög mikilvægt er að kaupandinn komi með athugasemd um leið og hann verður gallans var. Að öðrum kosti getur hann tapað rétti vegna tómlætis.

Lögfræðingurinn veitir ráðgjöf hvort að um sé að ræða galla eða eðlileg slit á íbúð.

Sé matið að um sé að ræða galla mælum við alltaf með því að kaupandi hringi í seljanda og láti hann vita af vandamálinu og fái seljanda á staðinn til skoða gallann.

Í kjölfarið þarf kaupandi að taka saman greinargerð um gallann, taka myndir og setja fram sína kröfu. Hann þarf annað hvort að bjóða seljandanum að bæta úr gallanum á fullnægjandi hátt eða fara fram á afslátt af kaupverði eignarinnar. Samkvæmt lögum ber kaupanda að gefa seljanda tækifæri á að bæta úr gallanum með viðunandi hætti og því er gífurlega mikilvægt að kaupandi lagfæri aldrei galla án samráðs við seljanda.

Þegar kröfugerðin er tilbúin þá sendir kaupandi hana á seljanda og cc á lögfræðing Húsaskjóls.

Sé ágreiningur hjá kaupanda og seljanda um gallann er næsta skref hjá kaupanda að fá fagaðila til að kostnaðarmeta gallann á sinn kostnað. Þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir sendir kaupandi hana á seljanda og cc. á lögfræðing Húsaskjóls þannig að fasteignasalan sé upplýst um málið allan tímann.

Þegar seljandi hefur fengið kröfugerðina tekur hann afstöðu til hennar. Hann getur samþykkt hana, hafnað henni eða leitað ráða hjá fagaðilum eftir atvikum. Við mælum með að seljandinn sé í sambandi við lögfræðing Húsaskjóls til að fá ráðleggingar með næstu skref.

Nái kaupendur og seljendur ekki saman þá boðar lögfræðingur Húsaskjóls til sáttarfundar með báðum aðilum.

Skili sáttafundurinn ekki árangri þá býður Húsaskjól á sáttafund hjá löggiltum sáttamiðlara og hlutlausum lögfræðingi. Þessi fundur er aðilum að kostnaðarlausu þar sem markmiðið er að reyna að minnka kostnað aðila vegna lögfræðikostnaðar.

Nái aðilar ekki sáttum þá þarf annað hvort kaupandinn að stefna seljanda til útgáfu afsals og/eða seljandi stefni kaupanda til greiðslu lokagreiðslu. Mikilvægt er að hafa í huga að það er yfirleitt mun ódýrara að ná sáttum heldur en að fara dómstólaleiðina til að leysa ágreining.