Einbýlishús - 102 Reykjavík
Einbýlishús með aukaíbúð við Bauganes 29, 102 Reykjavík. Húsið er skráð 265,3 fm og þar af er bílskúrinn 22,4 fm. Húsið stendur innst í litlum botnlanga með góðum garði. Húsið stendur innst í litlum botnlanga með góðum garði. Eins og eigandinn segir: „þetta er eins og að búa í sveit en samt svo stutt í miðbæinn“. Góður andi í hverfinu og samhentir nágrannar. Strætó nr. 12 gengur beint niður í bæ.
Húsið er á 2 hæðum ásamt kjallara og í kjallara er búið að útbúa aukaíbúð með sérinngangi en einnig væri hægt að hafa innangengt í hana frá kjallara. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og er í góðu ástandi. Skipt var um þak 2022 og einnig húsið málað að utan. Sama ár var kjallaraíbúð tekin í gegn og m.a. sett ný eldhúsinnrétting. Fyrri eigendur dýpkuðu kjallara 2006 og þá voru allar lagnir undir húsinu og frá því til götu endurnýjaðar.
SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SÖLUSÝNINGU OG SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR BAUGANES 29. Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka sölumat á þinni eign.
SMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA MYNDBAND AF EIGNINNI
Smelltu hér til að skoða teikningar af eigninni
Lýsing eignar:
Ekið er inn lítinn botnlanga þar sem eru 3 hús. Innkeyrsla er sameiginleg með húsinu við hliðina og samkomulag erum um afnot húss fyrir framan að henni. Samkvæmt lóðaruppdrætti eru tvö bílastæði á lóðinni, eitt fyrir framan hús og eitt fyrir aftan.
Gengið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi. Gestasalerni er innaf forstofu með upphengdu salerni. Frá forstofu er gengið annars vegar upp í aðalíbúð og hins vegar niður í kjallarann þar sem er þvottahús með vaski og innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara, rúmgóð geymsla og búr/geymsla.
Aðalhæð: Rúmgott svefnherbergi með parketi og góðum glugga til norðurs. Rúmgóð stofa/borðstofa með fiskibeinaparketi og stórum gluggum til austurs og suðurs. Frá borðstofu er opið inn í eldhús sem er mjög bjart og rúmgott. Gluggar í suður og vestur. U-laga innrétting ásamt innréttingum/skápum á 2 veggjum. Mjög gott vinnupláss og mikið skápapláss. Frá eldhúsi er gengið út á stóran sólríkan pall til suðurs með potti og þaðan er gengið út í garðinn.
Efri hæð: Gengið upp fallegan viðarstiga og komið upp á stigapall með parketi. Fjögur svefnherbergi eru á hæðinni, barnaherbergin eru öll með dúk og útgengt á svalir til suðurs frá einu þeirra. Hjónaherbergið er rúmgott með rúmgóðum skápum og parketi á gólfi. Baðherbergi er með flísum á veggjum, kork á gólfi, glugga og innréttingu. Baðkar með sturtu. Efri hæðin er björt með glugga á alla vegu.
Aukaíbúð: Sérinngangur og komið inn í rúmgott eldhús með góðri innréttingu á einum vegg þar sem einnig er tengt fyrir þvottavél. Úr eldhúsi er annars vegar gengið inn í lítið baðherbergi með gólfdúk, klósetti og sturtu og opnanlegu fagi, hins vegar inn í stofu með og þaðan inn í svefnherbergi. Góð lofthæð og gluggar á öllum herbergjum. Nýtt parket á eldhúsi og stofu og gott parket einnig á svefnherbergi. Hægt að opna inn í íbúð úr kjallara húss að hluta eða öllu leyti og stækka þannig aðaleign.
Bílskúr: Hann er sérstæður með heitu og köldu vatni og rafmagni.
Seljendur eru tilbúnir til að skoða skipti á minni eign í Skerjafirði eða Vesturbæ Reykjavíkur (107 eða 101). Einbýli, sérbýli eða hæð/íbúð með sérinngangi, 3+ svefnherbergjum, garði/útiaðstöðu þar sem má hafa gæludýr.
Á hvað eru sérbýli í 102 Reykjavík að seljast? Skoðaðu Verðsaga Húsaskjóls fyrir alla kaupsamninga í 102 Reykjavík
Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka sölumat á þinni eign.
Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma frá 09:00-17:00 á virkum dögum: 863-0402
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
Tegund | Einbýlishús |
Verð | 175.000.000 kr |
Fasteignamat | 114.300.000 kr |
Brunabótamat | 86.520.000 kr |
Stærð | 265,3 fermetrar |
Herbergi | 8 |
Svefnherbergi | 6 |
Baðherbergi | 3 |
Byggingarár | 1936 |
Lyfta | nei |
Bílskúr | já |
Bílskýli | nei |
Garður | já |
Skráð | 09.09.2024 |