Allt bendir til áframhaldandi stöðugleika á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að það hafi dregið verulega úr drifkrafti síðustu ára. Vísitala íbúðarverðs á landsvísu hækkaði um 5,72% milli maímánaða, sem er lækkun frá tveggja stafa verðhækkunum sem sáust á árunum 2022 – 2023. Samkvæmt Seðlabanka Íslands í skýrslu 25/141 frá International Monetary Fund í júní eru skýr merki um kólnun á húsnæðismarkaði sem endurspeglast í hægari veltu á markaði og auknum sölutíma.
Sveitafélög á jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Mosfellsbær og Hafnarfjörður halda áfram að vaxa, þó að hraði framkvæmda hafi dregist saman frá lok árs 2024. Nýjustu tölur frá HMS gefa til kynna að framboð og eftirspurn séu að nálgast jafnvægi.
Ein af hverjum fimm íbúðum sem nú eru í byggingu tilheyrir stórframkvæmd með yfir 70 íbúðir en fjöldi stórframkvæmda er nú um það bil jafn mikill og byggingar einbýlis- og sérbýlisverkefna, sem er skýr vísbending um breyttar áherslur í húsnæðisuppbyggingu og aukandi vægi fjölbýlishúsa.
Á höfuðborgarsvæðinu er þessi þróun sérstaklega áberandi þar sem um þriðjungur allra íbúða sem nú eru í byggingu eru hluti af þessum stóru verkefnum. Hins vegar eru flestar nýjar íbúðir, um 40%, byggðar í verkefnum með 10 til 29 íbúðir. Til samanburðar má nefna að einbýlis- og sérbýlisverkefni nema aðeins 8% af þeim íbúðum sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu.
Gert er ráð fyrir að markaðurinn haldist stöðugur nema breytingar verði á lánskjörum eða eftirspurnarþrýstingi. Fjárfestar munu líklega leggja áherslu á sterkar grunnforsendur svo sem vel staðsettu leiguhúsnæði eða atvinnuhúsnæði með langtímaleigusamningum. Með háum fjármögnunarkostnaði er skynsamlegt að fara varlega í fjárfestingar á síðari hluta 2025.
Ef þú hefur einverjar spurningar, endilega hafðu samband í gegnum steingrimur@husaskjol.is eða síma 869-2831.