Sumarhús - 805 Selfoss (dreifbýli)
***NÝTT Á SKRÁ-SUMARBÚSTAÐUR Á EIGNARLANDI-OPIÐ HÚS VERÐUR HALDIÐ LAUGARDAGINN 12. APRÍL KL. 13:00-14:00***
Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Sjarmerandi sumarbústað á mjög góðum stað á 6693 fm skógi vöxnu eignarlandi við Austurbrúnir 6 í Ásgarðslandi í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tvö svefnherbergi eru í húsinu, svefnloft ásamt tveimur geymslum. Eignin er staðsett á mjög vinsælu sumarhúsasvæði sem er með lokað símahlið og öryggismyndavél. Rafmagnskynding (möguleiki á að setja hitaveitu).
VINSAMLEGAST SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í OPIÐ HÚS OG FÁ SENDAN UPPLÝSINGABÆKLING
EF ÞÚ BÓKAR ÞIG FÆRÐU TILKYNNINGU EF SÖLUSÝNING FELLUR NIÐUR.
IF YOU BOOK A SHOWING, YOU WILL BE NOTIFIED IF IT’S CANCELLED.
Húsið er skráð 60,7 fm að stærð auk þess er svefnloft þar sem 4-5 manns geta sofið. Húsið skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherbergi, svefnloft, baðherbergi með sturtu, eldhús, stofu-og borðstofu sem er eitt opið og bjart rými. Geymsla með hitatanki og köld útigeymsla.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is
Nánari lýsing á eign:
Gólfefni er harðparket og spónaparket.
Komið er inn í litla forstofu með fatahengi og á vinstri hönd eru 2 svefnherbergi og annað herbergið er með tvíbreiðu rúmi og koju, hitt er með tveimur eins manns rúmum og fataskáp. Gengið er upp á svefnloftið úr stiga í holinu og er það með opnanlegum glugga. Baðherbergi með sturtuklefa og upphengdum speglaskáp. Eldhús, stofa-og borðstofa eru eitt opið og bjart rými og útgengt út á verönd sem umlykur húsið að stórum hluta. Eldhúsinnréttingin er viðarlituð með ágætu skápaplássi, ísskápur er undir borðplötu og eldavél með 4 hellum. Geymsla með hitatanki er við inngang hússins og önnur minni köld geymsla er á pallinum.
Hér er um að ræða sjarmerandi og vel viðhaldið sumarhús á 6693,0 fm eignarlóð á mjög vinsælu svæði á Suðurlandinu. Einungis klukkutíma akstur frá höfuðborginni og stutt er á Selfoss þar sem öll verslun og þjónusta er við hendina. Stutt er til áhugaverðra staða eins og Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Gullfoss og Geysis. Ýmiss afþreyingarþjónusta er í næsta nágrenni svo sem stangveiði, sund og golf auk fallegra gönguleiða.
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er um kr. 20.000 á ári. Aðeins einn eigandi af húsinu. Innbú getur fylgt með í kaupunum fyrir utan persónulega hluti.
Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-9470, netfang: johanna@husaskjol.is
Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli
Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar
Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls
Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði
Tegund | Sumarhús |
Verð | 39.900.000 kr |
Fasteignamat | 38.050.000 kr |
Brunabótamat | 32.550.000 kr |
Stærð | 60,7 fermetrar |
Herbergi | 5 |
Svefnherbergi | 2 |
Baðherbergi | 1 |
Byggingarár | 1992 |
Lyfta | nei |
Bílskúr | nei |
Bílskýli | nei |
Garður | nei |
Skráð | 25.03.2025 |