Suðurgata 54 - 136.700.000 kr - 189,9 ferm. - 5 herbergi

Einbýlishús - 220 Hafnarfjörður

Lýsing eignar

Suðurgata 54, 220 Hafnarfirði er seld og er í fjármögnunarferli.  Margir eru að leita að sérbýlum í Hafnarfirði sem og víðar höfuðborgarsvæðinu og erum við því með marga kaupendur sem bíða. Mikill kostur ef það er aukaíbúð.

Á hvað eru sérbýlishús í Hafnarfirði að seljast? Smelltu hér til að sjá alla kaupsamninga á sambærilegum eignum í 220 Hafnarfirði
Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign. 

Fáðu ábendingu á nýjar eignir úr kaupóskakerfinu

Meðmæli fyrri viðskiptavina
Fylgdu mér á Instagram
Fylgdu mér á TikTok

SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA TÍMA Í SÖLUSÝNINGU OG  SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING FYRIR SUÐURGÖTU 54. Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign. 

 

Einstakt einbýlishús við Suðurgötu 54 í Hafnarfirði. 

Um er að ræða einstaklega fallegt og vel við haldið timburhús  á tveimur hæðum við fallega götu í suðurbæ Hafnarfjarðar. Húsið er með 4 svefnherbergjum, rúmgóðu eldhúsi og stofu og bílskúr. Fallegt útsýni er yfir höfnin og út með sjónum til Garðaholts og Snæfellsjökuls úr bæði borðstofu og stofu og af svölum.

Elsti hluti hússins er talinn vera frá 1915, en byggt hefur verið við húsið og það stækkað í áföngum, síðast 2001 til 2006 þegar það var endurnýjað að mestu leyti af fyrri eiganda. Breytingar voru teiknaðar af Alark arkítektum (Jakobi Emil Líndal). 

 

Smelltu hér til að skoða teikningar af eigninni:

Smelltu hér til að sjá sögu hússins á bls. 48 í húsakönnun fyrir Suðurgötu: 

 

Lýsing eignar: Gengið er inn á efri hæðina og komið inn í forstofu með flísum á gólfi, fataskáp og innbyggðum skóskáp. Þaðan er gengið inn í hol með flísum. Svefnherbergi með parketi. Eldhús og borðstofa eru mjög rúmgott rými, flísar á gólfi. Eldhúsinnrétting er U-­laga með efri og neðri skápum, flísar á milli skápa. Borðstofan er með frábæru sjávarútsýni. Stofan er rúmgóð með góðri lofthæð og fallegum bitum í lofti. Frá stofu er gengið út á stórar svalir með frábæru sjávarútsýni.

Gengið er niður tréstiga á neðri hæð og komið inn á gang. Rúmgott svefnherbergi með parketi, fyrir framan er opið rými sem mætti nýta sem vinnuherbergi eða bókaherbergi. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gól, hornbaðkar, innrétting, sturta og handklæðaofn, hiti í gólfi. Þvottahús er með glugga, máluðu gólfi og útgengt út í garð, í sama rými er geymsla. Barnaherbergi er rúmgott með parketi og lausum skápum. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með lausum skápum. 

Bílskúr er um 24 fm. með heitu og köldu vatni, rafmagni, stórum glugga með sjávarútsýni og millilofti, hægt væri að opna frá bílskúr inn í borðstofu og eldhús. 

Garðurinn er með fallegum steinhleðslum með gróðri. Fyrir framan húsið er skjólgóð stétt sem snýr til suðurs.

 

HVERFIÐ:

Mjög góð staðsetning á Suðurgötunni í Hafnarfirði og fallegt útsýni yfir höfnina. Stutt er í alla þjónustu og afþreyingu. Fjölmargir veitingastaðir og kaffihús eru í göngufæri. Fimm mínútna ganga er í Suðurbæjarlaug og næstu matvöruverslun. Stutt er í miðbæinn, listasafn, bókasafn og byggðasafn. Flensborgarhöfn með smábátum og siglingaklúbbi er rétt fyrir neðan. Næsti leikskóli er leikskólinn Hvammur, næsti grunnskóli er Öldutúnsskóli og fjölbrautarskólinn Flensborg er í nágrenninu. Húsið liggur vel við samgöngum, leið 1 stoppar skammt frá og 10 mínútna gangur er í skiptistöð í Firði.

 

Á hvað eru sérbýli í 220 Hafnarfirði að seljast? Skoðaðu Verðsaga Húsaskjóls fyrir alla kaupsamninga í 220 Hafnarfirði
Ef þú átt eftir að selja þá er mikilvægt er að vera með staðfest verðmat á þinni eign til að geta sent inn raunhæf tilboð og verið samkeppnishæfur við aðra kaupendur. Smelltu hér til að bóka frítt sölumat á þinni eign. 

Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali í email: asdis@husaskjol.is eða í síma frá 09:00-17:00 á virkum dögum: 863-0402

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

189,9 m2 4 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund Einbýlishús
Verð 136.700.000 kr
Fasteignamat 115.150.000 kr
Brunabótamat 77.440.000 kr
Stærð 189,9 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1977
Lyfta nei
Bílskúr
Bílskýli nei
Garður nei
Skráð 12.07.2024

Upplýsingabæklingur

Deila eign



Pin it