Básahraun 36 - 36.500.000 ISK

einbýlishús - 815 Þorlákshöfn

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:


***EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI***

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

ÁSDÍS RÓSA LÖGFRÆÐINGUR OG LGF KYNNIR: Gott og vel skipulagt 128,6 m2, 5 herbergja einbýlishús úr timbri, með gróinni og góðri lóð. Húsið er mjög vel staðsett, innst í botnlanga í rólegu og góðu hverfi með frábæru útsýni. Stutt er í ósnortna náttúru og útivist. Upplýstur heilsustígur; hjóla- og göngustígur liggur fyrir aftan baklóð alla leið að leik- og grunnskóla, sundlaug og íþróttasvæði.

*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala netfang: asdisrosa@husaskjol.is eða í síma: 895-7784 ***

Skipting húss er þessi:
Forstofa með góðum fataskáp og flísum á gólfi

4 rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfum

Baðherbergi með ¨walk in¨sturtu, snyrtilegri hvítri innréttingu, flísum á gólfi og hluta af veggjum.

Rúmgóð stofa parketlögð með útgengi í suður garð.

Rúmgott eldhús og borðstofa með flísum á gólfi. Hvít innrétting er í eldhúsi með svörtum flísum á milli skápa. Útsýni úr borðstofu og eldhúsi er magnað!

Þvottahús er inn af eldhúsi með góðum fataskápum, geymslurými og útgengi í bakgarð.

Baðherbergi var endurnýjað fyrir nokkrum árum.
Búið er að skipta um flesta glugga og svalahurð á suðurhlið hússins, gluggar eru til í þá sem á eftir að skipta um á suðurhlið og munu fylgja.
Klæðning þarfnast viðhalds.
Bílskúr er teiknaður við húsið en óbyggður.

Nánar:

Þorlákshöfn í Ölfusi er í 50 km fjarlægð frá Reykjavík sem rétt um 40 mínútna akstursleið. Vegalengdir innanbæjar eru stuttar, að hámarki um 15 mínútur fótgangandi á milli helstu staða. Malbikaðar, upplýstar göngu- og hjólaleiðir liggja kringum þorpið. Þjónusta við íbúa er góð. Góðir skólar; leik- og grunnskóli, frábær sundlaug, líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, tannlæknir heilsugæsla, matvöruverslun, apótek, banki, pósthús, bókasafn, hársnyrtistofur, og þónokkur fjöldi veitinga- og kaffihúsa. Allar upplýsingar um þjónustuna, velferð, íþróttir, tómstundir, skipulagsmál og fleira er að finna á vef sveitarfélagsins Ölfuss – https://www.olfus.is/is

Ölfusið býður upp á fjölbreytta útivist þar sem landslag er ólíkt frá fjöru til fjalla. Fjölbreyttar gönguleiðir bæði á lág- og hálendi, þar er að finna; magnaða strönd; sandfjöru og bjarg, hella, jarðhitasvæði og fjölbreytt dýralíf svo eitthvað sé nefnt. Ýmiskonar afþreying þessu tengt er í boði. Sjá nánar í máli og myndum hér https://www.south.is/is/south/town/thorlakshofn

*** Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir, lögfræðingur og löggiltur fasteignasali og félagsmaður í félagi fasteignasala netfang: asdisrosa@husaskjol.is eða í síma: 895-7784 ***

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

128,6 m2 4 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund einbýlishús
Verð 36.500.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 30.200.000 ISK
Brunabótamat 43.750.000 ISK
Stærð 128,6 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 1987
Lyfta nei
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 153.300 ISK
Útborgun** 7.300.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)