Hólmvað 2-4 - 68.700.000 ISK

fjölbýlishús - 110 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

*** ÞESSI FALLEGA ÍBÚÐ VIÐ HÓLMVAÐ 2-4 ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI. MJÖG MIKILL ÁHUGI VAR Á EIGNINNI. ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SENDU MÉR LÍNU Á ASDIS@HUSASKJOL.IS EÐA SLÁÐU Á ÞRÁÐINN Í 863-0402 OG PANTAÐU SKULDBINDINGALAUSA RÁÐGJÖF.
ERUM MEÐ 12 KAUPENDUR SEM ERU AÐ LEITA AÐ SAMBÆRILEGRI ÍBÚÐ ***

ERTU AÐ LEITA AÐ SAMBÆRILEGRI ÍBÚÐ. HEYRÐU Í OKKUR MEÐ AÐ SKRÁ ÞIG Á KAUPÓSKALISTANN OKKAR OG VERTU FYRSTU TIL AÐ FRÉTTA AF DRAUMAEIGNINNI.

VILTU VITA HVAÐ OKKAR VIÐSKIPTAVINIR HAFA AÐ SEGJA. SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMSAGNIR.
VILTU VERA MEÐ PUTTANN Á FASTEIGNAPÚLSINUM. SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á FRÉTTABRÉFIÐ OKKAR.


Falleg 5 herbergja íbúð í lyftuhúsi í Norðingaholti með sérinngang frá svölum. 4 svefnherbergi og frístandandi bílskúr. Stórar svalir sem snúa í suðvestur.


Smelltu hér til að sjá myndband fyrir eignina
Smelltu hér til að sjá teikningar af eigninniVið Hólmvað 2-4 á fjölskylduvænum stað í Norðlingaholti, er þessi heillandi hæð í fjölbýlishúsi á þriðju hæð. Norðlingaholtið hefur þá sérstöðu að vera hverfi úti í náttúrunni sem hægt er að njóta alla daga, allan ársins hring. Grunnskólinn er Norðlingaskóli og og leikskóli er til staðar. Mesthúsið er í hverfinu þar sem eru kenndir fimleikar. Stutt í sundlaugina í Árbænum. Helstu kostir hverfisins er hvað það er stutt að fara út í náttúruna. Gaman að ganga út í Heiðmörk og kringum Elliðavatn og Rauðavatn (oft hægt að skauta þar á veturna). Einnig er stutt niður í Víðidal og Elliðaárdal með öllum sínum útivistarmöguleikum, stutt í helstu samgönguæðar. Góðir hjólareiða- og göngustígar eru í hverfinu til allra átta og gróður allt í kring.

Farið er inn um sameiginlegan inngang og í lyftu. Gengið er inn í fallega forstofu þar sem granít prýðir gólfið, hiti í gólfi og góður fataskápur er til staðar. Bjart yfir forstofunni og mikil lofthæð blasir við þegar inn kemur og gefur hæðinni ákveðna reisn.

Í framhaldinu er mjög rúmgott og vel skipulagt forstofuherbergi sem hugsað var sem þvottahús og geymsla, en ákveðið var að hafa það sem herbergi sem kemur vel út og eykur notagildi eignarinnar. Parket prýðir gólfið og vandaðir og góðir viðarskápar eru til staðar. Allar innréttingar í íbúðinni eru frá GKS innréttingar.

Eldhúsið og stofan eru í sameiginlegu opnu og björtu rými, eldhúsið með granítsteinn frá Rein á gólfi, hiti í gólfi, parket í stofu. Granítsteininn kemur afar vel út og gerir mikið fyrir rýmið. Gráir og hvítir litir eru í forgrunni sem passa mjög vel við granítsteininn. Vandaðar og fallegar viðarinnréttingar eru í eldhúsinu með klassísku skipulagi, U-laga með efri og neðri skápum, einnig er borðplatan út granít frá Rein. Hægt væri að bæta við tvöföldum ísskáp í rýmið sem er mjög rúmgott. Gluggi er til staðar með fallegu útsýni sem gleður augað.

Stofan er mjög rúmgóð, hátt er til lofts og rýmið bjart og opið. Parket prýðir stofugólfið og útgengt er á stórar svalir sem snúa í suðvestur. Útsýnið er mjög fallegt og má líkja því við lifandi málverk. Litapalletturnnar eru hvíti og grái liturinn sem gerir yfirbragð stofunnar stílhreint og hvít húsgögn eru í aðalhlutverki sem passa vel inn í rýmið.

Á svefnherbergisganginum eru þrjú góð svefnherbergi, öll með fallegu parketi og góðum viðarklæddum skápum sem fegra rýmið. Skápaplássið er vel nýtt, en skáparnir ná alveg upp í loft sem gefur enn betri nýtingu. Útgengt er á svalir í hjónaherbergi sem er góður kostur. Svefnherbergisgangurinn er rúmgóður og gráir litatónar prýða rýmið með góðri útkomu.

Fallegt og rúmgott baðherbergi fylgir hæðinni, flísar frá Álfaborg eru á gólfi og veggjum, hiti í gólfi. Vandaðar viðarinnréttingar eru til staðar á baðherberginu í stíl við aðrar innréttingar heimilisins. Stílhreinn sturtuklefi er til staðar og einnig er þvottavélin inni á baðherberginu. Góður handlæðaofn er til staðar og hiti í gólfi sem er mikill kostur.

Hæðinni fylgir góður bílskúr, með heitu og köldu vatni, rafmagn og ca 1.8 m milliloft. Bílskúrinn er frístandandi og þar er öll aðstaða til fyrirmyndar. Sameignin er snyrtileg og umgengin góð.

Eignin er í heild sinni 162,2 fermetrar að stærð, þar af er bílskúrinn 24,5 fermetrar að stærð. Fasteignasalan Húsaskjól er með þessa heillandi búð á sölu.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Viltu vera með puttann á fasteignapúslinn, smelltu hér til að skrá þig á Fréttaskotslistann
Ertu í fasteignahugleiðingum, kíktu á heimasíðuna
Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat

Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Þekkir þú einhvern sem þarf að selja eða kaupa?
Gerðu tvennt, segðu þeim frá mér og segðu mér frá þeim.

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

162,2 m2 4 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: já

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 68.700.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 57.800.000 ISK
Brunabótamat 57.020.000 ISK
Stærð 162,2 fermetrar
Herbergi 5
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 1
Byggingarár 2007
Lyfta
Bílskúr
Greiðslubyrði* 288.540 ISK
Útborgun** 13.740.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)