Vesturgata 7 - 44.900.000 ISK

fjölbýlishús - 101 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Mjög falleg 4ra herbergja íbúð fyrir eldri borgara á 3ju. hæð í lyftuhúsi við Vesturgötu 7, íbúð nr. 326. Ýmis þjónusta er í húsinu s.s. heilsugæsla og hægt að fá aðgang að félagsstarfi aldraðra. Skjólsæll garður í sameign á 1. hæð þar sem tilvalið er að sitja úti og njóta góða veðursins og spjalla við nágrannana.

Íbúðin er skráð 94,7 fm, geymslan: 7,1 fm, heildarstærð eignar: 101,8 fm. Íbúðin var mjög mikið endurnýjuð fyrir nokkrum árum og er björt og rúmgóð.

Smelltu hér til að skoða teikningar af íbúðinni
Lýsing:
Komið er inn í andyri með fataskáp. Gengið beint inn í opið eldhús með L-laga innréttingu, efri og neðri skápar, opið inn í stofu, við hlið stofu er rúmgóð sjónvarpsstofa. 2 svefnherbergi og annað með rúmgóðum skápum. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, sturta, góðar innréttingar og tengi fyrir þvottavél. Harðparket er á öllum gólfum nema baðherbergi.
Rúmgóð geymsla er á efri hæð.

Húsið er klætt að utan með steini og þak koparklætt.

Góð eign fyrir þá sem vilja vera í viðhaldsléttu húsi í miðbænum.
Íbúðin hefur rétt á bílastæði í bílageymsluhúsi gegn gjaldi.

Húsið er eingöngu fyrir 67 ára og eldri.
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk Valsdóttir, löggiltur fasteignasali í síma 863-0402 eða í gegnum tölvupóstfangið asdis@husaskjol.is

Húsaskjól fasteignasala- af því að þín fasteign skiptir máli

Viltu vera með puttann á fasteignapúslinn, smelltu hér til að skrá þig á Fréttaskotslistann
Ertu í fasteignahugleiðingum, kíktu á heimasíðuna
Ertu í söluhugleiðingum? Pantaðu frítt sölumat

Ertu í fasteignahugleiðingum erlendis? Húsaskjól er meðlimur í Leading Real Estate Companies of the World

Þekkir þú einhvern sem þarf að selja eða kaupa?
Gerðu tvennt, segðu þeim frá mér og segðu mér frá þeim.

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer, sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald. Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

101,8 m2 2 svefnherbergi 1 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund fjölbýlishús
Verð 44.900.000 ISK
Áhvílandi 0 ISK
Fasteignamat 52.250.000 ISK
Brunabótamat 29.850.000 ISK
Stærð 101,8 fermetrar
Herbergi 4
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 1
Byggingarár 1989
Lyfta
Bílskúr nei
Greiðslubyrði* 188.580 ISK
Útborgun** 8.980.000 ISK
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)