Leading Real Estate Companies

Húsaskjól var valin til samstarfs við Leading Real Estate Companies of the World í byrjun árs 2015.   Það er gífurlegur heiður að hafa verið valin inn í þessa keðju þar sem samstarfsaðilar eru handvaldir inn. Aðgangsskilyrðin eru mörg en það tók um sex mánuði að fara í gegnum umsóknarferlið. Aðeins ein íslensk fasteignasala fær inngöngu vegna smæðar markaðssvæðisins okkar enda er markmiðið að skapa ríkan samvinnugrundvöll á meðal meðlima keðjunnar. Við erum gífurlega stoltar af því að hafa fengið sérleyfið og þetta sýnir að við erum að gera góða hluti og að eftir okkur er tekið á alþjóðavettvangi þrátt fyrir að vera lítil stofa.

Leading Real Estate Companies of the World er alþjóðleg fasteignasölukeðja sem samanstendur af um 500 fasteignasölum í tæplega 50 löndum. Keðjan er í samstarfi við 4.000 umboðsaðila og um 120.000 fasteignasala um allan heim.

Þetta samstarf opnar áður óþekkta mögulega fyrir Íslendinga sem vilja eiga fasteignaviðskipti erlendis, hvort sem þeir eru að flytja búferlum eða vilja eignast sumarhús erlendis eða hreinlega fjárfesta.  Með þessu samstarfi getur Húsaskjól fylgt sínum viðskiptavinum alla leið.  Í samstarfi við Leading Re þá getum við handvalið sölufulltrúa erlendis til að sinna okkar viðskiptavinum og haldið utan um ferlið allan tímann.  Með því að þarfagreina okkar viðskiptavin vel hérna heima og gera mikla undirbúningsvinnu þá verður ferlið að kaupa fasteign erlendis mun þægilegra. 

Ef Íslendingur er til dæmis að flytja til Bandaríkjanna getum við aflað ítarlegra upplýsinga hjá okkar tengiliðum um þann raunkostnað sem fylgir því almennt að búa í viðkomandi bæ eða borg. Þá getum við þrengt leitarsvæðið með því að senda upplýsingar um þarfir og óskir viðkomandi svo sem varðandi tegund húsnæðis, hverfi og jafnvel íþróttaiðkun barna í tengslum við val á svæði. Okkur finnst frábært að geta boðið þjónustu alla leið – að geta bæði selt eða leigt eign viðkomandi á Íslandi og jafnframt haft milligöngu um að útvega hentugt húsnæði erlendis og minnkað þannig álagið sem fylgir því að flytja til útlanda.

Ennfremur gefur þetta Húsaskjóli einstakt tækifæri til að auglýsa þær eignir sem eru í sölumeðferð hjá okkur erlendis.  Við getum skráð allar eignir í sameiginlega söluskrá sem allir geta leitað í, einnig höfum við rúmlega 100.000 sölufulltrúa sem beina viðskiptum til okkar ef þeir eru með aðila á sínum snærum sem vill fjárfesta í fasteign erlendis.  Þessir aðilar eru oft á tíðum mjög fjársterkir sem eru að leita að góðum fjárfestingartækifærum og á meðan íslenska krónan er jafn veik og hún er þá þá leynast ansi mörg tækifæri hérna og aðilar jafnvel tilbúnir að greiða gott verð fyrir.

 

Leading Real Estate Companies of the World eru með fjölda skrifstofa um allan heim og hafa auk þess tök á að finna réttan fasteignasala erlendis fyrir viðskiptavini jafnvel þótt ekki sé formlegur samstarfsaðili starfandi á viðkomandi svæði. Líkurnar á að hægt sé að veita fólki þjónustu óháð svæði eða landi sem það hyggst flytja til eru því meiri en minni.

Smellið hér til þess að skoða vefsvæði Leading Real Estate Companies of the World