laugardagur 27.03.2021

Skiptir máli hvaða fasteignasala þú velur?

Þegar kemur að stórum ákvörðunum eins og að selja heimili sitt skiptir miklu máli að þér líði vel alltaf ferlið og þú sért öruggur. 

Ef þú ert búin að kaupa fasteign og varst sáttur við allt ferlið hjá fasteignasalanum þá er það líklega rétti aðilinn fyrir þig. Ef þú ert ekki með fasteignasala í huga þá er gott að gera samanburð og fá t.d. meðmæli frá vinum og vandamönnum og spyrja, hvers vegna mælir þú með þessum fasteignasala? 

Það er mikilvægt að vita hvað skiptir þig mestu máli. 

Viltu mikla þjónustu?    Viltu mikinn sýnileika fyrir eignina þína?  Skiptir máli hvernig hún er markaðssett?  Viltu hafa gott aðgengi að þínum fasteignasala?  Hvernig samskipti viltu?  

Gott er að skoða heimasíður og samfélagsmiðla hjá þeim fasteignasölum sem koma til greina. Hvernig er efnið sett fram?. Einnig skoða hvað aðrir viðskiptavinir hafa um þau að segja. Flestar fasteignasölur eru með ummæli á Google og þá er hægt að bera saman hvað viðskiptavinir eru að segja. 

Þú átt að gera kröfur og afla þér upplýsinga. Þú ert að velja aðila til að hjálpa þér með eina stærstu ákvörðunum lífs þíns og það skiptir höfuðmáli að þér líði vel og þú sért öruggur allt ferlið.  Hvað skiptir mestu máli fyrir þig.  


Aðrar færslur