fimmtudagur 16.04.2020

Sýningar í samkomubanni

Síðustu vikur hafa verið fordæmalausar á flestan hátt.  Samkomubannið sem var sett á 15. mars neyddi ansi marga til að endurhugsa verkferla. Allt í einu voru hefðbundin opin hús ekki að ganga upp. Við hjá Húsaskjóli ákváðum því að nýta okkur tæknina og bjóða upp á netopin hús. Þetta hefur vakið gífurlega ánægju, bæði hjá kaupendum og seljendum.

Kaupendur eru mjög ánægðir þar sem þeir geta forskoðað eignina heima hjá sér í ró og næði áður en þeir bóka einkaskoðun. Þeir geta sent inn spurningar og fengið svör í rauntíma og jafnvel beðið um nærmynd af því rými sem þeir vilja skoða betur.

Kaupendur geta pantað ítarlegan upplýsingabækling fyrir opna húsið og verið þannig vel upplýstir um ástand eignarinnar.

Þessi leið hentar mjög vel fyrir kaupendur sem búa út á landi eða erlendis.

Kaupendur sem eiga heimangengt geta síðan bókað einkasýningu til að fullvissa sig um að þetta sé rétta eignin.

Seljendur eru mjög ánægðir þar sem netopna húsið minnkar þörfina á sýningum. Það eru færri kaupendur sem skoða en þeir sem skoða eru ákveðnari kaupendur og þannig aukum við líkurnar á að eignin seljist hraðar þrátt fyrir færri skoðanir.

Við hjá Húsaskjóli erum sannfærð um að netopin hús og netsýningar eru það sem koma skal. Með því að nýta sér nútímatækni getum við sparað kaupendum og seljendum bæði tíma og peninga og gert fasteignakaup- og sölu að ennþá þægilegri leið en áður.


Aðrar færslur