Hvort sem um er að ræða kaupendamarkað eða seljendamarkað er gott að hafa í huga að ekkert varir að eilífu, hins vegar er erfitt að spá fram í tímann og vita hvenær ástandið breytist og því er í raun eingöngu hægt að miða við núverandi ástand hverju sinni. Oft vilja aðilar bíða og sjá hvað gerist og enda svo á því að bíða í marga mánuði eða jafnvel ár eftir því að markaðurinn breytist og þegar það loksins gerist er það því miður ekki alltaf biðarinnar virði.
Kaupendamarkaður
Kaupendamarkaður er þegar það er meira framboð af eignum en kaupendum, það eru einfaldlega fleiri sem vilja selja hús en vilja kaupa. Á kaupendamarkaði þurfa seljendur oft að sætta sig við lægra verð fyrir eignina en þeir lögðu upp með og þurfa oft að fara út í meiri undirbúning fyrir sölu, s.s. framkvæmdir og viðhald á eigninni áður en hún er sett á sölu. Þetta eru kjöraðstæður fyrir kaupendur sem geta oft gert góð kaup.
Seljendamarkaður
Seljendamarkaður er hins vegar andstæðan við kaupendamarkað. Það eru fleiri sem vilja kaupa en eru að selja. Yfirleitt er gott árferði í þjóðfélaginu, laun hafa hækkað og vextir lækkað sem þýðir að kaupendur hafa bæði meira á milli handanna til að fjarfesta í húsnæði sem og hærri greiðslugetu til að greiða af íbúðaláni, þetta leiðir síðan til þess að fleiri kaupendur eru um hverja eign og seljendur fá því oft fleiri en eitt tilboð í eignina sína. Oft þurfa kaupendur því að greiða meira fyrir draumaeignina eða sætta sig við minni eign séu fjárráðin takmörkuð. Þetta eru kjöraðstæður fyrir seljendur þar sem þeir fá betra verð fyrir eignina sína.
Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga hvort sem um sé að ræða kaupendamarkað eða seljendamarkað að góður undirbúningur er gulli betri, sama hvort það sé verið að undirbúa eignina vel fyrir sölu eða vera tilbúin til að gera tilboð í draumaeignina. Fólk hefur bara eitt tækifæri til að heilla og oft getur illa undirbúin eign eða ranglega verðlögð fælt frá kaupendur og að sama skapi getur óundirbúinn kaupandi misst af draumaíbúðinni.
Hafðu samband við sölumenn Húsaskjóls og fáðu fría ráðleggingu hvort sem þú ert í kaup- eða söluhugleiðingum og við hjálpum þér að taka næsta skref.
Deila á Facebook Deila á LinkedIn