Ég er gífurlega spennt að segja ykkur frá kaupóskakerfinu okkar. Þetta er glænýtt kerfi sem Húsaskjól fasteignasala er að setja í loftið. Alveg síðan ég byrjaði í bransanum fyrir tæpum 18 árum hef ég gengið með í maganum þessa hugmynd að kaupendur geti skráð sig inn á kaupóskavef og fengið ábendingar um draumaeignina og að seljendur geti einnig leitað að rétta kaupandanum. Núna 18 árum síðar er vefurinn loksins kominn í loftið. Ég er kerfisfræðingur að mennt og hef leitast við að vera í fararbroddi þegar kemur að tækninýjungum á fasteignamarkaði. Ég er því gífurlega stolt að því að kaupóskakerfið sem er mín hugmynd og mín hönnun sé loksins komin í loftið.
Allir kaupendur fá aðgang að sinni síðu þar sem þeir geta skráð inn eina eða fleiri kaupósk og breytt henni eða eytt. Einnig geta þeir pantað ráðgjöf hjá fasteignasala í gegnum vefinn. Þegar draumaeignin þeirra kemur á söluskrá fá þeir ábendingu og allir sem uppfylla ákveðin skilyrði, s.s. búnir að fara í greiðslumat fá möguleika á að koma í forskoðun áður en eignin fer á netið.
Seljendur geta síðan leitað að kaupendum í kaupendaleitarvélinni okkar og séð hversu margir kaupendur eru á skrá sem eru að leita að eign eins og þeirra. Þeir sjá eingöngu fjölda kaupenda en ekki aðrar upplýsingar. Seljendur geta pantað ráðgjöf hjá Húsaskjól og við þannig tengt saman kaupendur og seljendur.
Þetta er eingöngu fyrsti fasinn af nokkrum. Á næstu mánuðum munum við kynna fleiri nýjungar sem miða að því að bæta þjónustustigið og einfalda fasteignaviðskipti fyrir bæði kaupendur og seljendur.
Deila á Facebook Deila á LinkedIn