Við erum flest búin að eyða mun meiri tíma á núverandi heimili í ár en við áttum von á. Margir eru að vinna heima og sumir hafa verið í sóttkví (jafnvel oftar en einu sinni) og enn aðrir í einangrun.
Allt í einu stöndum við frammi fyrir því að núverandi heimili hentar kannski ekki alveg nógu vel fyrir þann veruleika sem við erum stödd í.
Hverjar eru þarfir okkar miðað við núverandi veruleika? Þarf sér skrifstofu? viljum við vinna meira heima óháð aðstæðum? Þarf stærra fjölskyldurými? Jafnvel stærri garð þannig að börnin geti leikið sér úti óháð aðstæðum?
Erum við jafnvel í of stóru húsnæði og getum minnkað við okkur, greitt upp skuldir og lækkað rekstarkostnað af eigninni okkar um tugiþúsunda á mánuði.
Við hjá Húsaskjóli mælum eindregið með því að ef þér finnst núverandi eign ekki henta lengur að fara aðeins yfir þínar þarfir. Hvers vegna viltu breyta til, hvað hentar betur. Með því að þarfagreina húsnæðið er hægt að spara gífurlegan tíma og fjárhæðir. Tíma með því að skoða eingöngu eignir sem henta þörfunum og fjárhæðir með því að kaupa eign sem hentar fullkomnlega og þú ert því líklegri til að búa lengur í henni.
Besti tíminn til að kaupa fasteign er þegar það er ekkert stress í gangi. Þegar þú getur tekið yfirvegaða ákvörðun um hvað hentar best og hvernig er best að kaupa. Þarftu að selja fyrst eða getur þú fjármagnað nýja eign án þess að vera búinn að selja? Ef þú þarft að taka lán, hvernig lán viltu taka? Það er gífurlega mikið framboð af lánum í dag og mikilvægt að vera búin að velja lánaform sem hentar áður en lagt er af stað.
Til að minnka stressið við fasteignakaup mælum við með þessum skrefum