Fréttaflutningur er nokkuð samdóma núna. Það er gott ástand á fasteignamarkaði.
Það er mjög jákvætt hvað stór hluti kaupenda eru fyrstu kaupendur. Það segir okkur að litlar eignir eru góð söluvara í dag. Þetta eru góðar fréttir fyrir seljendur. Núna er mjög góður tími til að selja íbúðina sem er búin að vera í útleigu og þú ert búinn að vera að hugsa um að selja.
Þetta er líka frábær tími fyrir seljendur sem eru í sinni fyrstu íbúð og þurfa að fara að stækka við sig. Málið er að við höfum bara núið, við vitum aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Okkar ráðlegging til seljanda í þessari stöðu er að selja núna. Ekki bíða af þér tímann í von um eitthvað sem kemur kannski. Oft bíða seljendur of lengi og missa af lestinni.
Markaður í jafnvægi er góður markaður
Deila á Facebook Deila á LinkedIn