sunnudagur 01.11.2020

Hvernig er Markaðurinn?

Samkvæmt nýjustu tölum þá heldur verð áfram að hækka á höfuðborgarsvæðinu en það hækkaði um 1% í september og árstakturinn er komin í 5,6% en hann hefur ekki verið hærri síðan undir lok árs 2018. Samhliða þessum hækkunum hefur verið mikil sala og var 882 kaupsamningum þinglýst í september og þarf að leita aftur til 2007 til að finna viðlíka veltu. Einnig er sölutíminn orðinn stuttur í sögulegu samhengi samkvæmt skýrslu Húsnæðis- og Mannvirkjastofnunar og á það jafnt við ódýrar sem dýrari eignir.

Mesta hækkun í september var í Mosfellsbæ og Árbæ en fermetraverð er áfram lægst í Breiðholtinu og Hafnarfirði.

Margir spyrja hvernig getur húsnæðisverð haldið áfram að hækka þegar við erum væntanlega að horfa á mesta samdrátt í hagkerfinu frá því að mælingar hófust? Íbúðavextir eru ennþá sögulega lágir sem styður við markaðinn. Fólk hefur einnig verið að greiða upp verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum og taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum hjá bönkunum. Það má sjá mikla útlánaaukningu hjá bönkunum og frá júní til september í ár lánuðu þeir 156 milljarða sem er meira en allt árið 2019.

Hvað er framundan? Ný talning Samtaka iðnaðarins á íbúðum í bygginu sýnir verulegan samdrátt á nýbygginum, sérstaklega á fyrstu byggingastigum. Þeir tala um 47% samdrátt og gæti það leitt til skorts á íbúðum eftir 2 ár frekar en offramboð. Við vitum hins vegar aldrei meira en daginn í dag.

Ef þú ert að hugsa um að selja og/eða kaupa á næstu 12 mánuðum gæti verið skynsamlegt að nýta sér góða sölu og lága vexti þar sem við vitum aldrei hversu lengi þetta vaxtastig verður í boði.

Ef þig langar að vita meira eða hefur spurningar varðandi fasteignamarkaðinn, hafðu þá samband við okkur hjá Húsaskjóli, hlökkum til að heyra frá þér.


Aðrar færslur